Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 62
SKAGFIRÐINGABÓK
Eystri lækurinn kemur alla leið ofan með Reyðarfelli að austan, að
minnsta kosti í leysingum. Lægð sú, er hann rennur eftir, skilur
Reyðarfell og Vörðufell. Meðf.am læknum etu sums staðar dý og
grashýjungur, en varla er þar æjandi hestum.
Af Keldudalsbrúnum riðum við í beina stefnu á Reyðarfell, utan í
hraungarðinum eða með fram læknum og síðan yfir fellið. Þaðan er
útsýni mikið og meira suður en af Vörðufelli, en minna vestur lang-
leiðis. Af Reyðarfelli fórum við heim. Það er um 3 km leið. - Undir
fellinu rennur Reyðarvatnskvísl til vesturs. Hún var nú að mestu þurr,
en pollar í farveginum og í þeim aragrúi af Lepidurus arctiats. 1
Allan daginn var sami kuldinn, 2.3-3° C, austanstormttr og éljagang-
ur, svo að lítt sást til Nýjabæjarafréttar. I vestri var þennan dag, eins
og hina fyrri, léttara að sjá og sýnilega betra veður. Sama veður var um
nóttina.
Fimmtudagúr, 7. ágúst
Við Jóhannes fórum af stað austur að Geldingsá kl. II til að mæta
Steinþóri Sigurðssyni. Veður var líkt og áður, en þó varla eins hvasst
eða kalt. Riðum við austur, fyrir endann á Reyðarvatni, og síðan austur
um ásana að Jökulsá. Komum að henni nokkru (ca. 2 km) ofar en
Geldingsá fellur í hana, eða þar sem gilið eða dalurinn endar. Ofan við
það fellur áin í breiðum grafningi og alldjúpum niilli melaldna og
stefnir í norður, lítið eitt vestur. Efst í gilinu, 2 eða þar sem áin fellur í
það, beygir hún til norðausturs og kastast upp að bergi, austan ár.
Neðanvert í því er lag, sem er Ijósrautt og um 10 m upp frá vatni.
Áin er breið fyrir ofan gilið, en stórgrýtt. Fellur hún þar víða á brotum.
Heita Eyfirðingavöð þar upp eftir, vestur af Eystri-Pollum. Þar má
ugglaust ríða ána, nema stórvextir séu. Nú var hún lítil og vætti varla
kvið. Við riðum hana þó engan veginn á bezta stað, heldur fast fyrir
ofan gilið. Síðan héldum við upp hæðirnar eða sunnanvert yfir öldu þá
1 Lítið krabbadýr, nefnt skötuormur á íslenzku.
2 þ. C. Pallaklifi. (B. H.)
60