Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 64
SKAGFlRÐINGABÓK
hina allmiklu, sem liggur milli Jökulsár og Geldingsár. Pollar voru
sunnan við okkur, og sáum við vel yfir þá. Þeir liggja uppi í melöldun-
um skammt upp frá ánni, en spölkorn suður frá Geldingsá. Eru þeir
allstórt drag, er snýr frá norðri til suðurs (hér um bil) með tjörnum og
flám. Háar öldur eru austan að þeim, er fara hækkandi upp á hrygginn,
sem gengur suður frá Eyjafjarðardal.
Nú héldum við niður að Geldingsá. Hún er þverárkorn, æði vatns-
mikil, straumhörð og stórgrýtt. Gróður er hatla lítill við hana og
varla hestahagi. Við fórum nú upp með ánni og niður og sáum engar
mannaferðir, en för nýleg eftir tvo menn með fjóra hesta. Lágu þau í
Polla. Við áttum naumast von Steinþórs vegna undanfarinnar veðrátm.
En er við héldum niður undir kofann „Grána," sáum við hilla undir
mann uppi á háöldunni vestan við okkur. Var það Steinþór, og kom
hann von bráðar til okkar að ánni. Hafði hann séð til ferða okkar vestan
Jökulsár og haldið af stað á móti okkur, en við misfarizt. Hafði hann
komizt á för okkar og tekið þann upp að ríða upp á ölduna. Hann hafði
fengið illa för. Lagði af stað kvöldið áður úr Eyjafirði, einn. En er
hann kom upp á Hafraárdal, var hríð og ófærð slík, að hann fann ekki
veginn. Fór nú að myrkur. Hélt hann nú áfram alllengi, unz hann kom
að Urðarvötnum. Reyndi hann að ná þaðan vegi, en gat ekki vegna
myrkurs og hríðar. Lét hann síðan fyrirberast undir stórum steini, unz
birti af degi og rofaði svo, að hann gat náð vegi. Síðan hélt hann að
Geldingsá og beið okkar við „Grána." Ekki hafði hann sofið, en leið
að öðru leyti ágætlega. För þau, er við höfðum fundið og lágu í Polla,
kvað hann mundu vera eftir Hákon Bjarnason og félaga hans danskan.
Höfðu þeir skömmu áður lagt á Eyfirðingaveg.
Eftir þetta héldum við heim á leið. Fórum við Jökulsá nokkru ofar
en áður. Þar eru brot á henni, en alls staðar er hún stórgrýtt. Þaðan
fórum við sömu leið og við komum.
Seinna um daginn, er við höfðum hvílzt, fórum við Steinþór út í
flána austur af kofanum og tókum að mæla upp nokkurn skika af
henni, 40x40 m. Vorum við að því til kvölds og urðum þó að hverfa
frá því hálfunnu, sem síðar mun sagt verða. Þennan dag hægði austan-
veðrið, og var lygnt með kvöldi og eigi allkalt.
62