Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 65
HOFSAFRÉTT
Vöstudagur, 8. ágúst
Þessi dagur var hinn bezti og fegursti í förinni. Við Steinþór héldum
af stað fyrir hádegi, og var ferðinni heitið til Laugafellshnjúks. Hnjúkur
þessi er hár og gnæfir yfir öldurnar og flatlendin, sem eru umhverfis
hann, og sést víða af öræfum. Tilsýndar er hann upptypptur og allhár.
Laugafell er austan við hann (norðaustan). Það er aflöng alda og ekki
há. Veður var hið blíðasta, logn og hlýindi, en þó sólfar fremur lítið.
Við héldum upp um rústirnar og vestan við Orrahaug og Orravatn,
síðan stefndum við á austanverða Polla, riðum yfir grjótöldur, grá-
grýti með mórenu á. Við komum að Pollakvísl, þar sem hún rennur
í Polla. Rennur hún úr Orravatni í sviga til austurs og síðan suðvestur
í Pollana. Heldur er bleytusamt í kvíslinni, en vel gekk okkur samt yfir
hana.
Austan við Polla liggur há alda. Fórum við vestanvert í öldunni og
stefndum í suður. Pollakvísl rennur suður um Polla og síðan áfram
suður um sanda aldna í milli, unz í hana fellur kvísl, er kemur vestan
af Bug,1 Bugskvísl, beygir hún þá til austurs og út í Jökulsá. Við
komum að kvíslinni, þar sem hún rennur út í Jökulsá. Er hún þar enn
nokkuð svo blaut, en ekki riðum við hana. Jökulsá fellur hér í stórum
bugðum. Þar sem við komum að henni, rennur hún í norður. Riðum
við hana fyrirstöðulaust. Þegar við vorum komnir yfir, tókum við
stefnu á Laugafellshnjúk. Riðum við yfir grjótöldu eina og komum
síðan að vatnsmiklum læk eða kvísl. Hún heitir Strangilækur og er
bergvatn. Rennur hún hér í grafningi alldjúpum og út í Jökulsá
litlu norðar, en þar fellur Jökulsá í austur. Er á henni S-bugða litlu ofar.
Nú tóku við grjótöldur og typptir og kollóttir hólar, stórgrýttir, sem
virðast vera endamórena. Þeir eru frjemur] mjóir, austan Strangalækj-
ar. Taka síðan við flatir sandar og ávalar hæðaöldur með þurrum vatns-
rásum á milli. Hvergi var stingandi strá. Við stefndum á hnjúkinn og
fórum yfir allháa öldu, hina hæstu á þessum slóðum, er liggur vest-norð-
vestur frá hnjúknum. Austan undir hæðinni voru flatar klappir, næsta
frostsprengdar. Mátti þó finna á þeim glöggar ísrákir. Var stefnan N
18° V, sem virðist vera aðalstefna á öllum þessum slóðum.
1 Nákvæmara: sunnan af Vesturbug. (B. E.)
63