Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 66
S KAGFIRÐING ABÓ K
Neðan undir rótum hnjúksins eða skammt frá þeim var vatnsfar-
vegur þurr. Var í honum stalli eftir foss, allt grágrýti. Virðist svo sem
undir mórenunni séu hér forn grágrýtishraun ekki þykk, en undir þeim
aftur móberg: breccia og tillit.
Austan við hnjúkinn, milli hans og Laugafells, fellur Hnjúkskvísl,
kvíslarspræna ein, en sennilega blaut á köflum, þó sýnilega víða fær
nema í foráttum. Norður af hnjúknum sveigir hún vestur fyrir öldu,
sem liggur vestur frá Laugafelli norðanverðu, síðan rennur hún norður í
Jökulsá, þar sem hún (Jökulsá) beygir til fullnustu til norðurs.
Við riðum nú upp hnjúkinn. Þegar að er komið, sést að hann er
klasi af fellshnúðum, sem fara hækkandi, og eru dældir á milli þeirra.
Við héldum upp á milli hæðanna eftir vatnsrásum, allt upp að hæsta
hnjúknum. Þar bundum við hestana milli hnjúkakollanna í sléttu
sanddragi og gengum upp á topp.
Mjög er víðsýnt af hnjúknum. í vestri sést rönd Hofsjökuls, Illviðra-
hnjúkar og flatneskjurnar norður þaðan. í norðri sést um alla Hofsaf-
rétt, Mælifellshnjúkur, Blönduhlíðarfjöll, Goðdalafjall, og enn yfii
Nýjabæjarfjall allt norður í Kerlingu við Eyjafjörð og önnur fjöll
suður þaðan. í austri sést Trölladyngja, Kistufell, Dyngjuháls. í suð
austri Tungnafellsjökull, Fjórðungsalda, Hágöngur, en í suðri Sprengi-
sandur.
Suður og norður frá hnjúknum eru marflatir sandar upp að jökulöxi
Vætlar þar fram vatn úr sandinum hingað og þangað, og verða af þv/
leirur, sumar allstórar. Ár eru fáar.
Sunnan við jökulöxlina verður vik inn í jökulstallann. Hefst þar
röndin á hinum mikla austur-skriðjökli, er nær allt suður að Arnarfelli.
í vikinu, upp við jökul og nokkuð suður frá öxlinni, er Klakkur, ein-
stakt fell, strýmlagað. Fram af honum til norð-norðausmrs ganga langar
öldur með lægri hnjúkum á. Gömul jökulalda. Á bak við hana er slétmr
sandur. Á rennur eftir þeim og norður fyrir endann á öldunum, en
síðan til austurs lengi, unz fyrir verða öldur þær, er suður ganga á
Sprengisand frá Nýjabæjarafrétti. Þessi kvísl er Hnjúkskvísl, sveigir
hún norður með öldunum og rennur í norður milli Laugafells og Lauga-
fellshnjúks.
64