Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 67
HOFSAFRÉTT
Laugafellið er aflangur hryggur (norður-suður), sem liggur aust-
norðaustur frá hnjúknum, og er það miklu lægra. Norðan við það
laugin. Hér sést allvel yfir Austari-Jökulsá og rennsli hennar.
Á fellinu dvöldum við lengi, tókum myndir í allar áttir og mældum.
Síðan héldum við niður. Þokan var þá að síga inn frá dölum og
teygjast upp á hálendið.
Hestar mínir höfðu losnað og voru farnir. Elti ég þá eftir förum
og náði þeim niðri á sandinum. Síðan héldum við heimleiðis og fórum
greitt. Á leiðinni athuguðum við þar enn jökulrispustefnu, er hún
þar um N 18° V. - Komum við að Jökulsá neðan til að Neðri-Bug,1
þar sem hún að síðustu tekur rás til austurs. Hafði hún vax’ð. Fórum
við hana þó fyrirstöðulaust. Eftir það skall á okkur svartaþoka, náðum
við þó stefnu og komum að Orrahaug. Síðan heim. Var þá framorðið. -
Frá Neðri-Bug gengur dalverpi til norðurs, austan hæðarinnar sem
liggur austan að Polium, gróðurlaust að mestu.
Laugardagut, 9. ágúst
Um morguninn héldum við enn áfram að mæla flána, en eftir morg-
unverð fórum við út á Reyðarfell. Mældum þaðan og athuguðum og
hlóðum mikla mælingavörðu. Eftir það heim seint um kvöldið. Sæmi-
legt veður. Rigning síðari hluta dags.
S'unnudagur, 10. ágúst
Við Steinþór héldum af stað með tösku og verkfæri (4 hesta) um há-
degi. Riðum upp rústir, upp með Orravatni, og tókum síðan beina
stefnu á IUviðrahnjúka og fórum nokkuð vestan við Polla. Tvær kvíslar
renna hér vestan í Pollana, báðar litlar. Alls staðar grágrýti, en undir
því móberg - breccia og tillit - í giljum. Sums staðar grágrýtisklappir;
sennilega fremur ung, interglacial 2 hraun, veðruð og með ógreinileg-
um jökulrispum og rákum, stefna lík og austar, S—N 15-20° V.
1 Réttara: Austurbug. (B. E.)
2 þ. e. frá því á hlýviðrisskeiði milli ísalda.
5
65