Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 73
HOFSAFRÉTT
Genesis 1 rústanna virðist mér í stuttu máli þessi:
1) Nauðsynleg skilyrði eru: vatn, frost og gróður.
2) Hæð rústanna stendur í öfugu hlutfalli við meðalárshita.
3) Rústirnar eru því þéttari sem jarðvegurinn er þurrari.
4) Á haustin safnast vatn í flögin milii rustanna. Það frýs, en ofan
á leggjast fannir. Rústirnar eru berar [?].
5) Rústirnar frjósa miklu dýpra niður en lægðirnar í kring. Þær
botnfrjósa um síðir. Þegar þær frjósa, lyftast þær upp við frost-
þensluna og lyfta með sér nokkuð lægðunum í kring.
6) Á vorin þiðna rústirnar snemma ofan, lægðirnar nokkru seinna.
7) Rústirnar eru þurrar, þær leiða því illa hita og þiðna því hægt
niður.
8) Lægðirnar eru með vatni. Hitinn jafnast þar og leiðist vel niður.
Lægðirnar botnþiðna því.
9) Þegar lægðirnar eru þíðar, falla þær niður; þá koma spennur í
jarðveginn ofan á rústunum. Samheldni gróðursins er þar minni
en í lægðunum, þess vegna springur þar grasvegurinn.
10) Meðan vatn er í lægðunum, leiðist það inn í rendur rústanna og
étur þær, þ. e. þíðir klakann. Við það eyðast rendur rústanna og
verða að brötmm bökkum - holbökkum. Þannig getur öll rústin
eyðzt um síðir.
11) Gróður breiðist yfir flagið.
12) Gróðurinn leiðir verr sumarhitann en flagið gerir. Þess vegna
leysir þar seinna að vorinu. Lyfting hefst.
13) Lyftingin heldur áfram ár frá ári á þann hátt, að jarðvegur jafn-
ast undir rústina í rúm það, sem ískjarninn hélzt lengst í, þegar
hann er farinn.
14) Stundum lyftist kafli á flagi, grær og verður að rúst.
15) Ungar rústir og vaxandi eru bunguvaxnar, ávalar og algróið í
kringum þær, en oft lítil lægð, að minnsta kosti á einum stað,
þaðan sem jarðvegsnámið var.
1 Myndunarsaga.
71