Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 74
SKAGFIRÐINGABOK
16) Gamlar rústir eru „étnar" utan og því brattar, sprungnar utan
eða ofan.
17) Vegna þess að vatnið étur niður rústirnar, eru þær strjálastar,
þegar vatnið er mikið.
Seint um kvöldið kom Guðmundur í Bjarnastaðahlíð að sækja okkur.
Hafði hann haft verkaskipti við Þorstein Magnússon. Hann var nú
hjá okkur um nóttina.
Þriðjudagur, 12. ágúst
Veður var gott, sólfar mikið framan af degi og hlýtt. Við vorum
snemma á ferli og bjuggumst. Steinþór og Jóhannes fóru og mældu
rústirnar og hið næsta umhverfi.
Um hádegi vorum við tilbúnir og héldum af stað. Fórum við nú
sömu leið til baka og þótti heitt, þegar niður dró í dalinn.
Við töfðum í Bjarnastaðahlíð. Fórum síðan út að Goðdölum. Þar
urðu þeir eftir, Danirnir og Jóhannes, en við Steinþór héldum áfram og
riðum nú sem ákafast. Hellirigning var nú komin, og var sleipt í götu.
Við komum að Hömrum um háttatíma, en héldum þó áfram út að
Mælifelli. Var fólk þar enn á fótum, því að sr. Tryggvi Kvaran ætlaði
næsta morgun suður til Reykjavíkur með Einari skáldi, bróður sínum,
og Ragnari syni hans, en þeir höfðu þá dvalið þar um hríð. Áttum við
þar góða nótt.
Næsta dag eftir hádegi héldum við út að Nautabúi og Steinsstaða-
laug. Þvoðum við okkur þar og syntum. Síðan skildum við með virkt-
um. Fór hann út að Fjaili, en ég upp að Steinsstöðum, þaðan yfir að
Nautabúi, en um kvöldið út á Sauðárkrók.
Lýkur hér þessari sögu.
72