Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 75
GAMLAR BÆJAVÍSUR
ÁRIN 1959-60, stuttu fyrir andlát sitt, gekk Órn fræðimaður á Steðja
frá viðaukabindi við Sagnablöð. Er það allvænt bindi þátta og
uppskrifta. Úr því handriti eru teknar bæjavísur þær, sem hér birtast,
— með inngangsorðum skrásetjarans. Neðanmálsgreinar eru settar af
útgefanda.
H. P.
Til voru bæjavísur frá síðari hluta 18. aldar úr Norðurár-
dal og af Kjálka í Skagafirði. Flestar munu þær glataðar, en þær fáu,
sem enn eru við líði, ekki á margra vörum. Ekki er kunnugt, hver
hafi verið höfundur vísna þessara, en dottið gæti manni í hug, að það
kynni að hafa verið sami maður, er kvað bændavísur um Oxndælinga
um 1777,1 sem enn eru til að miklu leyti í handriti Eiðs hreppstjóra
á Þúfnavöllum. Auðsætt er, að skagfirzku vísurnar eru ortar fyrir
móðuharðindin, því að Ormur í Krókárgerði - karlinn Ormur - á þá
„fína sauði," en hann dó 1785.
Hér skrifast þá vísurnar, sem fiskazt hafa, og verða væntanlega ekki
veiddar fleiri hér á slóðum. Eru tvær þeirra eftir minni Finnhoga
gagnfræðings Bjarnasonar á Akureyri - um Fremri-Kot og Ytri-Kot,
en hinar hef ég kunnað lengi.
Hálfdanartungur:
í Hálfdanartungum hygg ég skást
fyrir heiðinn mann að búa,
ellegar þann, sem aldrei brást
á eilífan Guð að trúa.
1 Bændavísur þessar eru teknar upp í handrit Arnar á öðrum stað, og þar
segir: Kveðnar af Jóni Helgasyni á Rauðalæk.
73