Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 77
SUÐURFERÐIR OG SJÓRÓÐRAR
eftir STEFÁN JÓNSSON
HÖFUNDUR eftirfarandi frásagnar, Stefán Jónsson íf. 13. maí 1865,
d. 12. okt. 1938), er mörgum eldri Skagfirðingum að góðu kunnur.
Hann var búfræðingur að mennt og vann lengi að jarðabótum í
Skagafirði. A efri árum sínum átti Stefán heima á Sauðárkróki, í
litlu, snotru steinhúsi, er hann hafði byggt sér og nefndi Skriðu.
í Skagf. Æviskr. I. b. bls. 297 er æviágrip Stefáns. Þar er honum
lýst svo: „Stefán var allstór maður vexti og mjög þrekinn, rammur
að afli og mikill afkastamaður til allra verka. Hann var maður
vel greindur, hægur og fáskiptinn. Talið var, að Stefáni þætti
sopinn góður, en þrekið var svo mikið, að þess gætti ekki, þótt
væskilmenni hefði orðið ofurölvi af sama magni. Var Stefáni helzt
jafnað til Jóns Magnússonar ferjumanns í Utanverðunesi um afl
og karlmennsku."
Frásögn sú, sem hér birtist, er prentuð eftir eiginhandarriti Stefáns,
sem er í eigu Héraðsskjalasafns Skagtirðinga. Frumritið er í einni
stílabók, 70 bls. að Iengd, ritað heldur smárri og áferðarfallegri hendi.
Við útgáfu var svo til engu breytt öðru en stafsetningu og greinar-
merkjum.
Minningar þessar eru að öllum líkindum samdar á efri árum
höfundar. Ekki er vitað til, að Stefán hafi látið eftir sig aðrar rit-
smíðar, og er það leitt, því að eflaust hefur hann haft frá ýmsu að
segja. Þátturinn ber með sér, að hann hefur verið ritfær vel og
sýnt um að gæða frásögn sína hlýjum og einkar viðfelldnum blæ og
krydda hana græskulausu gamni.
S. B.
Fyrir áeggjan Jóns Jónssonar, bónda á Hafsteinsstöðum, vil
ég með eftirfarandi línum reyna til að gera yfirlit yfir það helzta, sem
ég man eftir að snerti mig og samferðamenn mína í verferðum og
þar syðra. Þetta er ekki gert í þeim tilgangi, að ég ærlist til að það
75