Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 78
SKAGFIRÐINGABÓK
teljist til neins fróðleiks að öðru leyti en því, að sýna mismun á
kjörum suðurferðamanna þá og þeirra, sem nú sækja sjóróðra suður.
Þó að ég muni ýmislegt, sem fyrir okkur kom í verferðunum, þá er
sá galli á skýringum þessum, að ég man ekki ártölin, sem hvað eina átti
sér stað á. Skipti ég því yfirliti þessu í þrjá flokka. í fyrsta flokki ferð-
irnar suður, í öðrum flokki vera mín fyrir sunnan og í þriðja flokki
ferðirnar norður.
Þetta verður á margan hátt ófullkomið og ruglingslegt, en ég vil þó
reyna til að fylgja aðalþræði viðburðanna svo rétt sem mér er auðið.
Um galla á máli og réttritun hef ég ekkert annað mér til afsökunar en
það, að ég kann það ekki betur.
Fyrsti flokkur.
Það var veturinn 1887, sem ég í fyrsta sinn, af illviðráðan-
legri ævintýraþrá, réðst í að fara suður. Til þvílíkra ferða þurfti
maður að vera sæmilega útbúinn með föt og farareyri. Oftast munu
menn þó hafa látið sér lynda að hafa 10-30 kr. til að moða úr á leið-
inni fyrir utan eitthvað óákveðið af nesti, nauðsynlegustu föt, spil og
stundum rímur.
Ég átti heima á Geirmundarstöðum, þegar þannig löguð suðurferða-
straumhvörf komu í huga minn, sem voru þess eðlis, að ég gat ekki
hugsað mér aðra sælu meiri, að minnsta kosti ekki í þessum heimi.
Vanalegast var að leggja af stað seint eða snemma í febrúar, og var
ég víst fyrir löngu tilbúinn, þegar hinn sárþráði burtfarardagur rann
upp. Ég var búinn að hugsa mér að verða einn suður, því ég var
áður búinn að fara það ríðandi til og frá. Langaði mig til að komast það
sem fyrst og að ferðin yrði sem ódýrust.
A ákveðnum degi kvaddi ég allt mitt heimafólk og þrammaði af stað
með helsingjapokann á herðum og staf í hönd.1 Veður og gangfæri
vár hið ákjósanlegasta. Gekk mér því ferðin fljótt og vel fram Sæm-
1 Helsingjapokinn var þannig, að saumað var fyrir opið á hálftunnupoka,
en á miðju hans klippt gat, sem maður smeygði hausnum í gegnum. Lá þá
pokinn á báðum öxlum, en endar hans niður með baki og brjósti og þar í var
dót manna. (Neðanmálsgr. höf.).
76