Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 79
SUÐURFERÐIR OG SJOROÐRAR
undarhlíð. Þegar ég kom að Vatnshlíð, var ég orðinn þyrstur og bað
um að drekka. Var þá fólk að koma á fætur. Guðmundur bjó þá í
Vatnshlíð. Sagði hann mér, að hér inni væri maður úr Fljótum, sem
ætlaði suður, og bæði mig um samfylgd. Mér þótti það hálfslæmt,
því ég ætlaði að flýta fyrir mér með skautum á Svínavatni og þar sem
þeim yrði við komið. Leyfði ég samt samfylgdina. Þegar við vorum
komnir af stað, fann ég brátt, að þessi náungi var alls ekki eftir mínu
geði, en við því varð ekki gert héðan af.
Við röltum svona klyfjagang yfir Vatnsskarð, því félagi minn var
enginn veðhlaupari, sóttist samt leiðin þolanlega vesmr á Svínavatn.
Hér um bil undan Sólheimum hvessti á okkur af vesrri, og máði alla
stemmu af vatninu. Fannst mér brátt hálla undir fæti en það hálasta
flöskugler, sem ég hafði handleikið fram að þeim tíma, og var ég þó
búinn að leggja þær margar á brjóst, þó að aldurinn væri ekki hærri
en 22 ár. Jæja, þarna vorum við nú illa staddir, þar til mér datt í hug
að binda á mig skautana og reyna svo til að styðja félaga minn. Þetta
gekk hálf skrykkjótt, og náðum við ekki lengra um kvöldið en að
Reykjum á Reykjabraut, fullkomlega saddir af dagsverkinu.
Morguninn eftir var komin logndrífa og nokkur snjór. Þurftum við
samt ekki að fá neinar leiðbeiningar fyrr en við komum að Jörva.
Bóndinn þar sagði okkur vel til vegar að Lækjamóti, en án hans til-
sagnar hefðum við að öllum líkindum farið eitthvað skakkt og ef til
vill haft verra af. Á Lækjamóti bjuggu þá hjónin Sigurður og Margrét.1
Fengum við þar gistingu og góðar viðtökur. Var þar aldrei annars að
vænta. Um kvöldið komu þangað 4 Vatnsdælingar, sem einnig ætluðu
suður.
Þarna vorum við allir 6 um nóttina í góðu gengi og spiluðum fram
að háttatíma. Var þá ráðgert að verða allir samferða suður. Verður nú
farið fljótt yfir sögu, því að hver dagurinn var öðrum líkur, stöðugar
útsynningsstórhríðar, svo að illfært var bæja á milli. Tók það marga
daga fyrir okkur að hnoðast hús úr húsi suður á Akranes. Fór þá
veður að breytast til batnaðar.
Á ferðum þessum var mikið spilað og stundum kveðnar rímur.
1 Sigurður Jónsson og Margrét Eiríksdóttir frá Hesthúsum við Reykjavík.
77