Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 81
SUÐURFERÐIR OG SJOROÐRAR
Vogamanna, en hún var okkur ekki meira en það í vil, að í sérhverju
koti var ekki fáanleg gisting nema fyrir einn. A þennan hátt rýrnaði
samt fylkingin, þar til eftir voru tveir menn, en ekki nema eitt kot,
næst Stapanum. Eg var annar maðurinn, sem þarna var kominn, og var
að heyra sama hljóð í strokknum eins og í hinum kotunum, að hægt
var að ljá öðrum húsaskjól, en ekki báðum. Lenti það nú á mér að
ráðast einn til uppgöngu á Vogastapa, öðru nafni Draugastapa. Fékk
hann það nafn af því, að á honum hafa menn orðið úti eða misst lífið
á einhvern dularfuilan hátt. Þetta var ég búinn að heyra, og flaug
mér því snöggvast í hug, að ég myndi ef til vill fá eins væran svefn
í nótt og félagar mínir, sem ég nú var skilinn við og sá ekki aftur
þann vetur og suma aldrei.
Eftir litla stund var draugatrúin öll á bak og burt, en í hennar stað
kominn hugur til að halda áfram. Eg ásetti mér að beiðast ekki gist-
ingar á fytsta kotinu, sem fyrir mér yrði, þegar Stapann þryti, því að
mér var sagt, að hann væri ekki nema klukkutíma gangur, tækju þá
við Njarðvíkurnar, tvö hverfi með stuttu millibili. Þetta reyndist a'llt
rétt. Hljóp ég fram hjá öllum bæjum í innra hverfinu og út í ytra
hverfið. Þar stanzaði ég ekki heldur, fyrr en í Höskuldarkoti, enda
mátti það ekki seinna vera, því að þetta var seinasti bærinn í þessu
hverfi. Fékk ég þar gistingu og góðar viðtökur.
Morguninn eftir fór ég til Keflavíkur, sem er lítið meira en húsa-
vegur. Mætti ég þar tveim mönnum, sem hvergi gátu fengið skiprúm
og voru því komnir á heimleið aftur. Leizt mér nú ekki á að halda
lengra. Myndi því réttast að slá botninn í alla skiprúmsleir, en féla
mig heldur umsjá Gunnlaugs míns Briems. í þessum svifum hitti ég
Keflavíkurpóstinn, Egil frá Arabæ í Reykjavík. Vorum við kunnugir
hvor öðrum frá því ég var í Glasgow. Talaðist svo til með okkur að
verða samferða inn í Hafnarfjörð. Héldum við því næst af stað inn
að Innri-Njarðvík, sem var bréfhirðingarstaður. Bjó þar Ásbjörn Ól-
afsson, stórríkur maður. Kona hans hét Ingveldur. Var henni svo vel í
skinn komið, að fáar munu föngulegri á velli en hún var. Verður
hennar síðar getið.
Á meðan við töfðum þarna, kemur maður frá Tjarnarkoti, sem er
næsti bær fyrir sunnan Njarðvík, með boð frá Arinbirni húsbónda
79