Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 82
SKAGFIRÐINGABÓK
sínum, sem var bróðir Ásbjarnar, að hann bæði mig að koma suður
eftir og tala við sig fáein orð. Þetta þótti mér í hæsta máta einkenni-
legt, þar sem við vorum svo ókunnugir hvor öðrum sem frekast má
verða. Fór ég samt suður eftir til að vita um ástæðuna fyrir boðum
þessum.
Sagðist Arinbjörn vita, að ég væri Norðlendingur. Þóttist hann hafa
þekkt það á helsingjapokanum, þegar við fórum yfir túnið hans fyrir
nokkrum mínútum. Hann spurði mig nú að, hvort ég hugsaði til
að róa hér syðra í vetur og hvort ég væri vanur sjómaður. Ég kvaðst
hafa róið síðastliðið haust norður á Reykjaströnd, og væri það allar
mínar sjóferðir. Einnig sagðist ég vera hingað kominn til að kynna mér
sjómannalífið hér syðra. Bauð hann mér þá skiprúm hjá sér, en gat
þess þó um leið, að heldur hefði hann viljað, að ég væri vanari róðrum,
en samt sagðist hann búast við, að hægt myndi vera að nota mig, því
mönnum hefði sýnzt ég vera ótrúlega sporléttur, þegar við fórum áðan
fyrir neðan bæinn hans, og vera þó búinn að ganga norðan úr landi.
Ég spurði hann þá, hvaða kaup hann byði, en svar hans var á þessa
leið: „Af því enginn fiskur er í sjó og útlitið því mjög ljótt, borga ég
þér ekki nema 10 kr. á hvert hundrað fiskjar, sem þú færð til hlutar,
nema fyrir fyrsta hundraðið færðu ekkert nema fæði til loka. Annar
er sá kostur, að ég borgi þér 10 kr., hvernig sem gengur." Mér þótti
hvorugur kosturinn góður, einkum fannst mér 10 kr. kaupið láta illa
í eyrum. Sagði ég honum því, að ég vildi heldur treysta Guði og
lukkunni og réði mig upp á hundraðataL Sótti ég nú poka minn heim
að Njarðvík, kvaddi Egil póst og settist að í Tjarnarkoti. Datt mér þá
ekki í hug, að ég ætti eftir að róa þar án afláts í níu vetrarvertíðir og
eina haustvertíð.
Nú hef ég reynt að greina frá því helzta, sem ég man eftir að við
bar á fyrstu verferð minni suður. Næst vil ég lýsa annarri ferð, sem
ég man nokkuð glöggt eftir. En hvaða ár það var, get ég ekki munað.
Þó hefur það líklega verið 1890-91.
í ferð þessa lögðum við upp fimm í hóp. Var Hjaltastaða-Stjáni
með í hópnum. Tók ég hann að mér á leiðinni, að koma honum í skip-
rúm og veita kaupi hans móttöku. Var hann vel duglegur maður, en
80