Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 84
SKAGFIRÐINGABÓK
alversta stórhríð, seem ég man eftir að hafa séð. Við vorum nú á
veginum, sem liggur vestur hálsinn, en samt var okkur um og ó að
treysta því að geta haldið honum til lengdar. Á hinn bóginn var eins
líklegt, að við gætum ekki fundið Galtarnes aftur, þó að við snerum
til baka. Tókum við því það ráð að fara veginn vestur að Selási, sem
stendur á hæð rétt norðan við veginn, ekki langt þar vestur frá.
Þegar þangað kom, gátum við hvergi fundið bæinn, og voru þó margir
okkar búnir að fara þarna oft um áður. Var því ekki um annað að
gera en að ná veginum aftur og reyna til að halda honum vestur í
Miðfjörð, þó slíkt væri alls ekki glæsileg tilhugsun. Þessi tilhugsun
þurfti þó ekki lengi að hrella okkur, því þegar kom vestur af hæðinni,
sem Selás stendur á, var vegurinn kominn í kaf og því ekki viðlit að
halda honum lengra. Skutum við þarna á fundi, þó okkur fyndist
trekkur í fundarsalnum. Fannst okkur, sem kunnugastir vorum, að
úr því sem komið var, væri líklegasta ráðið til að ná einhvers staðar
til manna að treysta á lukkuna og reyna til að ná einhverjum Múla-
bænum, en til þess þurftum við að breyta um stefnu og halda meira í
veðrið. Var þá líka sjálfsagt að ná Múlanum sem norðast, til þess að
geta leitað bæjanna undan veðrinu. Héldum við því af stað gegn
veðrinu og gengum um stund. Færð var þá farin að versna svo, að
heita mátti að hvergi kenndi jarðar. Þó varð fyrir okkur melhóll, sem
við stönzuðum á. Mátti heita svo, að við gætum illa greint, hvort
við stæðum á auðri jörð eða ekki.
Á meðan stanzað var þarna, fór ég til Stjána og spyr hann: „Stjáni
minn, hvernig lízt þér á?" Hann svarar: „O, gerir ekkert, má deyja."
Svo var það samtal ekki lengra. Bráðlega héldum við af hólnum í átt-
ina til Múlans. Var engin hætta á áttavillu í þeirri veðurhæð, sem
þá var. Eftir nokkra stund fundum við, að nú var farið að verða á
fótinn. Réðum við þá ráðum okkar á þann hátt að halda undan veðrinu
hver upp af öðrum. Neðsti maður, Stebbi frá Völlum, átti að byrja
sína göngu þar sem hann stóð, en við hinir í röð upp af honum með
stuttu millibili, svo við töpuðum ekki hver af öðrum. Ég var efstur.
Og var nú bæjarleitin hafin. Eftir litla stund varð ég var við klett rétt
fyrir ofan mig. Vissi ég, að það gat ekki verið um annan klett að gera
en Þóreyjarnúpinn. Vorum við því allt of ofarlega. Hópuðum við
82