Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 86
SKAGFIRÐINGABÓK
sinn í hvorum enda baðstofunnar. Var þar allt heimafólk og þeir ver-
menn, sem komnir voru. Þarna báðum við samt um húsaskjól, og
var það auðfengið. Eftir að við höfðum verkað af okkur mestu fönnina
frammi í eldhúsi, var reynt að búa um okkur eftir föngum á reiðingum
og heyrusli milli baðstofuhúsanna. Brátt fórum við að kunna vel við
okkur þarna, að undanteknu því, að þröng var á þingi og ófullkotnin
birta, því snjór var á gluggum, en lítilfjörleg olíuljós. Samt voru spilin
upp tekin, spaugað og etið úr pokunum. Þarna vorum við hríðfastir,
það sem eftir var dagsins og daginn eftir, en gátum aldrei farið úr
fötum.
A þriðja degi lögðum við snemma á stað, að vísu þá út í óvissuna,
en með deginum fór veðrið loks að batna, en færið var, ekki ofsögum
sagt, bölvað. Nú vorum við orðnir sautján ferðalangarnir, og var þó
enn eftir að bætast við hópinn.
Þegar við komum svo langt vestur á Hrútafjarðarháls, að við sáum
Borðeyri, kallar Stjáni og benti þangað: „Þarna Króki." Hann þekkti
ekki annað nafn yfir þéttsettan timbuxhúsahóp en Sauðárkróks- eða
Króksnafnið. Bar svo ekkert annað til tíðinda fram að Melum. Því
nær samhliða okkur kom þangað níu manna hópur úr Þingi og af
Vatnsnesi. Báðum við allir tuttugu og sex um gistingu, sem var fálega
tekið, en gat samt ekki skilizt á annan veg en að húsaskjól væri til
reiðu. Um kvöldið voru strákar kátir og fjörugir. Var bæði spaugað,
hlegið fullum háisi og etið úr ferðapokunum, en heimafólkið lét sem
það livorki heyrði okkur né sæi. Seint um kvöldið báðum við um
mjólk og rúm. Vorum við þá spurðir að, hvort við gætum ekki haft
hæðnishlátra okkar í þess stað. Það var svona spéhrætt, blessað fólkið.
Samt fengum við það, sem um var beðið, en þröngt var á okkur um
nóttina, þrír og fjórir saman, sumir í rúmum, en aðrir í flatsængum
á gólfi. Mörgum gekk illa að sofna það kvöld, og nokkru eftir hátta-
tíma heyrði ég, að Stjáni kallaði hárri rödd og sagði: „Ómulett að
sofa so grunnt." Á okkar máli: „Ómögulegt að sofa fyrir þrengslum."
Morguninn eftir lögðum við eldsnemma af stað, fegnir að skilja við
heimafólkið og það við okkur. Nú vorum við orðnir 26 ferðalangarnir
og veitti ekki af, að minnsta kosti yfir heiðina, til þess að geta troðið
fönnina á undan til skiptis. Við settum þau lög, þegar færðin versnaði
84