Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 87
SUÐURFERÐIR OG SJÓROÐRAR
fy'rir alvöru, að ganga allir hver á eftir öðrum. Sá fyrsti varð að pæla
á undan, þar til honum þótti nóg komið, þá átti hann að leggjast niður
eða bíða, þar til allir voru komnir fram fyrir hann. Varð hann þá
aftastur. En sá, sem næstur honum var áður, átti nú að taka við að
leggja slóðina. Á þennan hátt varð aldrei stanz, og allir fengu næga
hvíld til skiptis, því slóðin var orðin eins og fjalagólf fyrir þá síðustu,
en misjafnir vildu áfangar foringjanna verða sem eðlilegt var, því
ekki voru allir jafnt útbúnir af náttúrunnar hendi. Það mátti heita, að
okkur gengi vel yfir heiðina og komum ekki mjög seint að Forna-
hvammi. Fengum við þar gistingu og góðar viðtökur, eins og ætíð
endranær.
Næsta dag gekk ferðin þolanlega, var færð þó hin versta. Þegar
yfir Grjótháls kom, drýgðum við nafnar gönguna, svo að hinir hættu
að fylgja okkur. Vorum við oft að fara frá bæjum, þegar hinir komu
þangað, og þá vorum við oftast búnir að fá mjólk að drekka, en stóri
hópurinn fékk aldrei nema blöndu. Yfir Hvítá vorum við búnir að fá
ferju og komnir heim að Langhoiti, þegar hinir komu að ánni.
Að mestu leyti gekk ferðin svipað suður Borgarfjörð. Tveir menn
þreyttust þó svo, að við nafnar tókum af þeim pokana, sem þá voru
orðnir svo léttir, að tveir voru ekki þyngri en einn var í byrjun farar-
innar.
Þess skal getið, að Stjáni spurði eftir öllum bæjanöfnum, sem voru
á leið okkar. Mundi hann þau flest um vorið, þegar við fórum heim.
Þegar við sáum Bæ í Bæjarsveit, spyr Stjáni að vanda um nafnið á
honum. Við svöruðum: „Hann heitir Bær." Þegar þangað kom um
vorið, segir Stjáni: „Heitibær." Myndaði hann þannig par af eigin-
nafni og sögninni að heita.
Á Akranesi keyptum við áttræðing með okkur til Reykjavíkur. Þar
gat ég ráðið Stjána í skiprúm í Hákoti í Njarðvíkum, næsta bæ við
Tjarnarkot, þar sem ég var á vetrum.
Stjáni fór á undan mér suður með Hákotsmönnum, en ég fór ekki
fyrr en daginn eftir með öðru skipi. Á leiðinni fengu Hákotsingar
þoku, svo aumingja Stjáni hélt víst, að hann væri að yfirgefa þetta
tilverusvið, þar sem hann þekkti engan mann á skipinu og sá aldrei
85