Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 88
SKAGFIRÐINGABOK
land á leiðinni suður, en það lagaðist, þegar hann sá mig daginn eftir.
Var auðséð, að honum þótti vænt um þá endurfundi.
Nú var ég kominn suður einu sinni enn og setztur að í Tjarnarkoti.
Hér eftir get ég ekki tileinkað atburðina sérstökum ferðum, heldur
verð ég að láta mér nægja að geta þeirra hvers út af fyrir sig, og skal þá
byrjað á þessa leið:
Eg man eftir því, að einn seinnipart dags í góðu veðri ætluðum við
að leggja á Miðfjarðarháls, því færi var gott. Við fórum dreift, því
sumir voru farnir að þreytast. Vorum við Sigfús frá Geirmundarstöðum
komnir upp undir brún, þegar við heyrðum kallað til okkar að koma
niður aftur. Sáum við, að hinir stóðu neðarlega í hálsinum yfir liggj-
andi manni. Héldum við, sem vonlegt var, að honum hefði orðið
illt, en því var víst ekki þannig varið. Hygg ég, að sjúkdómurinn hafi
ekki verið annað en þrái. Enda kvartaði hann ekkert um lasleika, en
sagðist heldur láta okkur skera sig í stykki heldur en leggja á hálsinn
í kvöld. Þessi maður var Jón Arnason frá Sólheimum í Sæmundar-
hlíð, sonur Árna slomps. Við urðum því að snúa til baka ofan að
Galtarnesi og gista þar.
Einn veturinn vorum við fimm samferða suður. Var Steinn Jónsson,
uppeldissonur Sauðár-Einars gamla, með í förinni. Var hann harð-
neskju og dugnaðarmaður, en á sumum sviðum virtist hann vera
dálítið sérlundaður. Ferð þessi gekk að mestu leyti vel, að undanteknu
því, að frost voru mikil og þurftum við því framar venju að gæta vel
að.útbúnaði handa og fóta. Var oft til skjóls notuð ull í sokka og
vettlinga. Daginn, sem við fórum yfir Hohavörðuheiði, var frost með
mesta móti. Hjá Hæðarsteini stönzuðum við til að fá okkur bita. Var
reynt að hafa hraðan á vegna kulda, sem þó virtist að Steinn gæfi lít-
inn gaum, því hann borðaði berhöfðaður. Á meðan á þessari máltíð
stóð, kól okkur alla dálítið á fingurgómum, nema Stein. Hann las borð
bæn sína, sem hann sagðist ætíð gjöra, að öðru leyti bar hann sig til
eins og hann sæti í ofnhita. Þegar ég renni huganum að þessu borð-
haldi okkar, get ég ekki stillt mig um að bera heilsu Steins og þvílíkra
manna saman við heilsu þeirra, sem heita má að ekki þoli að dýfa sínum
minnsta fingri í kalt vatn, en vilja þó láta telja sig meðal manna.
86