Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 89
SUÐURFERÐIR OG SJOROÐRAR
Einhverju sinni vorum við póstinum samferða yfir Holtavörðuheiði.
Fóru fimmtán tímar í það ferðalag bæja milli. Þurfti mikið að moka
og víða bera kúffortin yfir verstu skaflana.
Einu sinni komum við seint um kvöld illa til reika að Drageyri.
Báðum þar um gistingu, en gátum engin rúm fengið, en okkur var
leyft húsaskjól í fjárhúskofa þar á túninu. En sá var galli á gjöf
Njarðar, að garðinn tók okkur ekki alla. Bjuggum við því tveir um
okkur í króarhorni á timburfleka, sem við fundum, og höfðum pokana
undir hausunum. Um nóttina þótti okkur rollurnar óþarflega nær-
göngular. Þær tróðu á okkur, um leið og þær stráðu yfir okkur því, sem
þær þurfm að losa sig við. Þessi nótt var ein af þeim lökustu, sem ég
man eftir á suðurferðum mínum.
Stundum kom það fyrir, að á stöku bæ var tekið verr á móti okkur
fyrir það, að næsti hópur á undan hafði kynnt sig svo, að það hlaut að
spilla fyrir þeim, sem á eftir komu.
í einni ferðinni var okkur úthýst á mörgum hótelum í Reykjavík.
Vissum við fyrst ekki, hvernig á því stóð, þar til einn hótelhaldarinn
sagði: „Nei, svoleiðis menn á kúskinnsskóm hýsi ég ekki." Eftir það
lét ég hótelin í friði.
Einn vemrinn vorum við tíu eða ellefu í hóp, sex Skagfirðingar og
fjórir eða fimm Húnvetningar. í þetta skipti gengum við inn fyrir
Hvalfjörð og fram fyrir Esju. Vorum við búnir að hafa langa dagleið,
þegar komið var fram á Kjalarnes. Var þá farið að hugsa fyrir nætur-
gistingu, enda var sótsvart hlákumyrkur og við allir ókunnugir á
þessum slóðum. Fljótlega gám Húnvetningarnir komið sér fyrir, en við
Skagfirðingarnir átmm eftir að nátta okkur. Fálmuðum við nú áfram,
þar til fyrir okkur varð reisulegur bær. Var þar fyrsta verk okkar að
vita, hvort fjóshaugurinn væri stór eða ekki, því eftir stærð hans
dæmdum við mjólkurmagnið. Við rannsókn þessa kom í ljós, að hann
spáði öllu góðu. Nú gerðum við vart við okkur. Kom þá vinnumaður
til dyra, er sagði okkur, að bær þessi héti Esjuberg og byggi hér ekkja.
Við báðum hann skila til hennar, að við óskuðum eftir gistingu
þar yfir nóttina. Flutti hann erindi okkar, en var lengi í því ferðalagi.
Þegar hann kom út aftur, tjáði hann okkur, að ekki gætum við fengið
að vera, en það væri nógir bæir hér niður við sjóinn, sem þó sást ekki
87