Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 90
SKAGFIRÐINGABÓK
fyrir myrkri frekar en það væri enginn sjór til. Eftir samkomulagi
okkar meðan maðurinn var inni, stjökuðum við honum með hægð frá
bæjardyrunum, en fórum sjálfir inn í þær. Kveiktum við þar á eldspýtu
og lituðumst um. Sáum við annars vegar stofuhurð, sem við einnig
lukum upp og fórum þar inn. Kom þá í Ijós, að þetta var snotur stofa
með einu rúmi, borði, stólum, hengilampa, o. s. frv. Kveiktum við nú
á honum og þóttumst að því búnu meiri menn en áður. Að þessu loknu
höfðum við sokkaskipti, fengum okkur bita og fórum svo að spila,
allir vel kátir og fjörugir. Á meðan á þessu stóð var vinnumaður cðru
hvoru að líta inn til okkar. Var hann fyrst óframfærinn við okkur, en
smá Iagaðist, þegar við fórum að gefa honum meiri gaum. Um kvöldið
bað einn okkar vinnumann að útvega sér harðan þorskhaus og lét
hann fara með peninga fyrir hausinn, ríflega útilátna. Hausinn kom,
og fórum við svo allir að dæmi félaga okkar. Fengum við hausana,
gerðum þeim góð skil og fórum svo enn að spila. Þegar lengra Ieið
á kvöldið, sendum við enn vinnumann með vel útilátna borgun fyrir
mjólk. Þessi verzlun gekk einnig að óskum. í vökulok var vinnumaður
farinn að verða spakur hjá okkur og fundum við, að hann var bæði
skýr og skemmtilegur náungi. Enn fékk þessi nýi kunningi okkar að
fara sendiferð með aura fyrir rúm. Kemur þá fram stúlka með fullt
fangið af rúmfötum og vinnumaður líka. Bjuggu þau um okkur í
stofurúminu og í flatsængum á gólfi. Ekki vissum við, hvort stúlkan
var hrædd við okkur eða sneypt, en upplitsdjörf var hún ekki.
Morguninn eftir fengum við mjólk á sama hátt og kveldið áður.
Báðum við svo um að fá að kveðja húsfreyjuna. Kemur þá fram til
okkar kvenmaður, sem leit allt öðru vísi út en við gerðum okkur f
hugarlund kveldið áður. Var þetta myndarleg kona, einarðleg í fram-
komu, en þó var eins og einhver skuggi hvíldi yfir hinu djarflega
uppliti hennar. Biður hún okkur samt að fyrirgefa sér, hvernig hún
hafi tekið á móti okkur kveldið áður og segir okkur því næst ástæðuna
fyrir breytni sinni. Kvaðst hún hafa hýst vermannahóp í fyrravetur,
en framkoma þeirra hefði verið á þann hátt, að hún sagðist hafa
heitið því að hýsa aldrei norðlenzka sjómenn framar. Nú sagðist hún
sjá, að allir vermenn væru ekki eins, bað okkur enn á ný að fyrirgefa
sér framkomu sína og blátt áfram heimtaði, að við sneiddum aldrei
88