Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 91
SUÐURFERÐIR OG SjÓRÓÐRAR
hjá Esjubergi, ef við yrðum hér oftar á ferð og hún ætti þar húsum
að ráða.
Einhverju sinni var ég staddur í Reykjavík á suðurleið. Hitti ég þar
Þórð frá Gróttu, sem ég þekkti vel í sjón frá því ég átti heima í
Glasgow, en sem nú var orðinn alræmdur svikari við sjómenn, sem hjá
honum reru á vetrum. Hann þekkti mig ekki, en vissi, að ég ætlaði
að róa þar syðra. Spyr hann mig, hvort ég sé ráðinn. Kvað ég nei við
því, sem ekki var þó satt. Biður hann mig þá að fara til sín og lofar
góðu kaupi. Lét ég líklega yfir því, að það gæti látið sig gera, en segi
samt, að það væri viðkunnanlegra, að ég fengi að vita nafn hans, sem
hann sagði að væri Þórður. Lézt ég verða hissa og spyr: „Það er þó
líklega ekki Þórður frá Gróttu, sem ég er að tala við?" Sagðist hann
vera sá maðurinn. Sneri ég þá við honum baki og sagði um leið: „Fyrst
svo er, þá getur ekki orðið meira úr þessari ráðningu." Vesalings
Þórður stóð eftir á götunni, skrafandi eitthvað við sjálfan sig, sem ég
ekki heyrði hvað var, en það hefur að minni hyggju ekki verið guðs-
orð. Þórður þessi réði einu sinni til sín mann og lofaði góðu kaupi.
Um vorið var maðurinn kominn í mikla skuld, því Þórður reiknaði
honum fæðið yfir vertíðina. Þetta fór í mál og Þórður vann það.
Annan mann lét hann hafa tíu grásleppur í kaup, o. s. frv.
Einn vetur voru við nokkrir Norðlingar komnir suður í Hafnarfjörð.
Var þá staddur þar Guðmundur frá Auðnum á Vatnsleysuströnd á
stórum áttræðing. Báðum við hann um far suður, en hann sagðist
geta tekið af okkur pokana, en ekki okkur sjálfa. Þetta létum við okkur
lynda og héldum þegar af stað suður. Að Auðnum vorum við komnir
á undan Guðmundi, sem kom þó að litlum tíma liðnum. Var hann þá
orðinn talsvert drukkinn. Hafði hann það orð á sér að vera stríðinn,
þegar hann var í þvílíku ástandi, enda ætlaði hann að beita því við
okkur. Sagðist hann ekki sleppa pokunum, nema hver okkar borgaði
krónu. Sagði hann, að við hefðum ekki nennt að róa undir þeim o. s.
frv. Einn félaginn var svo bráður á sér, að hann borgaði strax sína
krónu, en við hinir náðum í okkar poka, vorum ófúsir á að sleppa þeim
aftur og vildum heldur ekki borga. Sagði þá Guðmundur: „Ég gat þó
haft eina krónu út úr helvítis Norðlingunum." Að skilnaði sagði ég
við Guðmund: „Ef það skyldi koma fyrir, að þú þyrftir að lenda /
89