Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 92
SKAGFIRÐINGABÓK
Tjarnarkoti í vetur vegna veðurs, skal ég biðja Arinbjörn, húsbónda
minn, að taka vel á móti þér, því þú eigir það skilið fyrir flutninginn
á pokanum mínum." Þegar Guðmundur heyrði, hvaðan ég var, kom
annað hljóð í strokkinn, því Arinbjörn og hann voru aldavinir, og
lenti Guðmundur oft í Tjarnarkoti, ef veður var þannig, að vont var
að komast þaðan og inn eftir, sem oft var í landsynningum.
í einni suðurferðinni gistum við fjölmennir á Staðarbakka. Var
okkur raðað skrokk við skrokk í flatsængur um allt stofugólfið. Um
nóttina vöknuðum við og erum þá allir svo einkennilega niðurdiegnir
og máttlausir. Ætluðum við þá að kveikja á eldspýtu og vita hvað
úrin væru, en þá var ekki hægt að kveikja. Datt okkur þá fyrst í hug,
að hér væri ekki allt eins og það ætti að vera. Við vorum nefnilega
á góðum vegi með að kafna á stofugólfinu, ekki í vatni, heldur í kol-
sýru. Það staðfestist þegar við opnuðum stofuhurðina, því þá var auð-
velt að kveikja.
Einu sinni var ég vinnumaður hjá Birni á Veðramóti. Fékk ég þá
löngun til að fara suður strax um haustið. Gaf ég Birni eftir 40 kr. af
110 kr. árskaupi mínu til þess að fá mig lausan. Þetta sumar var Stefán
Sigurðsson, bróðir Jóhanns á Sævarlandi, kaupamaður á Veðramóti.
Fór hann líka suður, og urðum við samferða.
Við lögðum af stað seint um kvöld upp að Mosfelli. Voru þar for-
eldrar Stebba. Frá Mosfelli fórum við morguninn eftir með fulla poka
af fötum og mat. Föt höfðum við meiri en vanalegt var, því nú var
tveggja vertíða að vænta. Pokarnir vigtuðu 60 pund. Við fengum
hellirigningu vestur fjcllin og komum eins og sundvotir hundar að
Holtastöðum. Þar fengum við ferju yfir Blöndu. Vildi ferjumaður láta
okkur borga fyrir pokana, sagði hann þá eins þunga og klyfjar af
hrossi. Þetta mun hafa látið nærri, því í rigningunni höfðu þeir þyngzt
feikilega mikið. Samt sluppu þeir gjaldfríir yfir Blöndu. Um kvöldið
héldum við að Tindum og urðum fegnir að láta staðar numið. Þar
skildum við eftir mikið af fötum, sem við báðum fyrir til vorsins.
Frá Tindum gekk okkur vel suður í Borgarnes. Þangað lögðum við
leið okkar, því Páll Jónasson frá Arnarholti var búinn að biðja okkur
að koma þangað og flytja þaðan með sér áttræðing suður í Reykjavík.
Ekki flýtti þetta fyrir ferð okkar, því í Borgarnesi legaðist okkur í
90