Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 93
SUÐURFERÐIR OG SJORÓÐRAR
viku, og þegar loks við lögðum af stað, var það á takmörkum að fært
gæti talizt. Verð ég þó að segja Páli það til hróss, að hann var gæða
stjórnandi, enda veitti ekki af því út Borgarfjörðinn. Mátti samt heita,
að allt gengi þolanlega, en betra var að gæta seglanna.
Undir Hafnarfjalli fór Páli að ganga illa að verja skipið áföllum.
Kallaði hann þá til okkar með þrumurödd og sagði okkur að vera við-
búnum, því hér mættum við til með að halda til lands, hvernig sem það
kynni að takast. Felldum við því möstrin, en tókum til ára. Við vorum
fjórir hásetar, en Páll var sá fimmti, en hann var við stýrið. Ekki
mátti þessi hópur fámennari vera til þess, ef mögulegt væri, að sóma-
samlega yrði stiginn sá dans, er fyrir okkur lá að stíga við hinar níu
mannfreku dætur Ægis og Ránar. Eftir að hafa beðið Iags í nokkurn
tíma, var landróður tekinn, og óhætt að segja, að þá var ekki af sér
dregið með róðurinn. Gekk okkur þolanlega að lenda og vorum við svo
heppnir, að háflæði var, svo við þurftum ekki að setja skipið hærra en
frílega Iengd sína, enda var þarna verulega vont uppsátur.
Þarna biðum við nú ca. 4-5 stundir. Dúraði þá dálítið, svo nú var
aftur farið að hugsa til ferða. En með útfallinu kom í ljós, að við
höfðum farið yfir stærðar klöpp, þegar við lenmm. Var nóg af slíku
góðgæti meðfram landi, svo langt er við sáum. Heppnaðist okkur samt
að smjúga út á milli steins og sleggju fram á frían sjó. Var þá mastrað
og seglbúið á ný. Fyrst gekk allt vel, en svo fór aftur að hvessa og
degi tók að halla. Er óvíst, hvernig okkur hefði gengið að sullast út á
Akranes, ef ekki hefði notið birtu af tungli. Blautir og hálf illa til
reika lentum við á Akranesi um kvöldið. Morguninn eftir var komið
bærilegt veður, gekk okkur því vel til Reykjavíkur.
I Reykjavík skildum við nafnar. Fór Stebbi suður í Garð, en ég í
minn vana stað.
Hef ég þá lokið við að skýra frá því helzta, sem ég man eftir, að
kom fyrir á ferðum þeim, sem ég fór suður til að róa í Tjarnarkoti.
Næst regir fljótlega frá veru minni þar og ýmsum minnisstæðum við-
burðum, er þar skeðu.
91