Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 94
SKAGFIRÐINGABÓK
Annar flokkur.
FRÁ Tjarnarkoti gengu vanalega fimm sexmannaför, einn
áttræðingur, einn bátur og eitr inntökuskip, en það voru þau skip
kölluð, sem stunduðu sjó úr öðrum veiðistöðvum en sínum eigin. Þegar
nú allir sjómenn voru komnir, hver að sínum keip, eins og það var
kallað, þá fór að færast fjör í heimilislífið. A vetrarvertíðum voru
þarna samankomnir 55-60 karlmenn, og mátti því stundum sjá slegið
í bröndótta.
Lengi eftir að ég kom suður var ég ekki kallaður annað en ókunn-
ugi maðurinn, síðan Stebbi að norðan og að síðustu Stebbi stóri eða
Stebbi sterki.
Ég fann fljótlega, að ég mundi kunna vel við mig í þessum solli,
enda voru þar margir, sem ekki lágu á liði sínu með að halda lífi í
hópnum. Alloftast í landlegum var helzta dægrastyttingin okkar áflog,
glímur, spil, viðgerð á veiðarfærum og grjótgarðahleðsla.
Þegar í upphafi róðra var mér vísað til sætis frammí á bak, og hélt ég
því, meðan ég reri í Tjarnarkoti. Oft höfðu frammí-menn erfiðari og
vanda^amari verkum að sinna en hinir hásetarnir.
Þess skal getið, að netafiski var þannig skipt, að netin gengu frá
með helminginn, en hinum helmingnum var skipt á milli manna, svo
ekki var það mjög arðvænlegt að ráða sig upp á hundraðatal í fiskileysi.
Ekki var ég búinn að fara marga róðra, þegar ég fann, að ég var ekki
lengur undir sömu stjórn og ég hafði verið norður á Reykjaströnd. Þar
var, eins og kunnugt er, lítið siglt nema þá í liðugum vindi og þá oft
með fáum og óheppilegum seglum. En hér fyrir sunnan var boldangið
látið berja það, eins þó að móti blési (krusað). Ýmist var róið vestur á
Setur, Leirusjóinn, Stakksrif, Leirinn eða undir Vogastapa, o. s. frv.
Stundum, þegar við höfðum lítinn fisk, tókum við með okkur salt í
Keflavík og lögðum þá oft saman í hressingu handa okkur á heim-
leiðinni.
Þess skal getið, að Arinbjörn, húsbóndi okkar, stóð oft niður við sjó,
þegar fyrstu skipin voru að koma að. Tálgaði hann þá vanalega spým,
en það gerði hann á tvennan hátt. Þegar honum sýndist við vera vel
92