Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 98
SKAGFIRÐINGABÓK
hann allra bragða með því að bolast svo rækilega, að engum var auðið
að ná á honum neinu bragði. Hann hafði nefnilega svo sterkan hrygg,
að hann fékk auknefnið „stálhryggur." Þarna á samkomunni var einu
sinni hlutskipti mitt að glíma við Stálhrygg. Fór það á sömu leið og
fyrir öðrum, sem voru búnir að reyna í honum þolrifin, að ég gat þar
engu áorkað. Fann ég þá upp nýja glímuaðferð, sem var þannig, að ég
sleppti buxnatökunum, en tók ómjúkt í bæði eyrun á bola, og á þann
hátt sneri ég hann niður. Var þá hrópað hástöfum húrra fyrir þessum
liðlegu handtökum og falli kappans.
Vertíðirnar, sem ég var í Tjarnarkoti, voru mjög misjafnar hvað
afla snerti. Haustið, sem ég reri þar, og næsta vetur fékk ég yfir 3000
til hlutar. Eina vertíðina fékk ég 50 fiska og seinasta veturinn 45 fiska.
Oft kom fyrir á vetrum þessum, að við fengjum vond sjóveður,
stundum svo að skiptapar urðu á sömu fiskimiðum. Versta veðrið, sem
ég man eftir, að við fengjum, var á einn sumardaginn fyrsta. Formaður
minn var þá Jón nokkur, kallaður Jón smali. Við vorum komnir
snemma um morgun vestur á Setur. Var þar fjöldi skipa, öll á færum,
því færafiskur var ágætur. Bráðlega fór að hvessa á norðan og hleypa
í kviku. Fór það hröðum skrefum versnandi, svo skip fóru hvert af
öðru að sigla til lands. Hjá okkur var beitan þrotin, en búnir að fá ca.
hálffermi. Vildi þá Jón fá beitu hjá Þorsteini í Höskuldarkoti, sem var
rétt hjá okkur og hafði næga beitu. Neitaði Þorsteinn að láta beituna,
en sagði, að nóg væri setið, ef ekki um of. Vat þá ekki annað að gera
en búast til heimferðar, enda vorum við að verða þeir síðustu þarna
vestur frá. Á landleiðinni var áttræðingurinn frá Tjarnarkoti rétt á
undan okkur. Var nú sigldur liðugur vindur og brúkuð olía af þeim
skipum, sem höfðu hana með sér- Alltaf hvessti, svo að þegar undir
land kom, var orðinn alhvítur sjór, svo brot á skerjum voru illþekkjan-
leg frá falli vindsjóanna. Veður þetta var kallað Sumarmálakast hér
fyrir norðan. Nú með því að sjór var allur jafn hvítur og illt að sjá til
innsiglingamerkja vegna sólarglampa, var ekki hægt að varast svokallað
Njarðvíkursker, sem er stutt fyrir framan áðurgreindan þröskuld.
Lenti áttræðingurinn á skerinu, en var svo heppinn að berast á öldu-
toppi yfir skerið, en við það missti hann stýrið. Urðu þeir því að bjarga
sér á árum inn lónið.
96