Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 99
SUÐURFERÐIR OG SJORÓÐRAR
Sökum þess að við voru nákvæmlega í kjölfari áttræðingsins, lentum
við einnig á skerinu, en á milli ólaga og það svo greinilega, að við
sátum þar fastir. Við það misstum við stýrið líka. í flughasti gáfum
við vind úr öllum seglum og stukkum út til þess að reyna, ef unnt væri,
að brýna af skerinu. Jón formaður fór út við hliðina á mér, en mið-
skipsmennirnir þorðu sig hvergi að hreyfa. Fljótlega þegar við höfðum
náð fótfestu á skerinu, kom ólag og skolaði okkur aftur lausum. Er
ólagið var afriðið, sá ég, að skipið var nær því fullt af sjó, miðskips-
mennirnir innanborðs, haus og herðar á okkur hinum upp úr sjó, nema
á Jóni smala. Hann hékk aðeins á annarri hendinni og var kominn að
því að missa af skipinu. Eg gat náð til hans með annarri hendinni og
lyft svo undir hann, að hann náði aftur traustu taki á borðstokknum.
Spurði ég hann þá að, hvort hann hafi ætlað að sleppa sér. Gaf hann
það andskotanum og spýtti um leið út úr sér sjó, sem hann hafði
drukkið.
Nú kom sér vel, að menn voru innanborðs, því við hinir vorum brók-
arfullir og gátum því ekki innbyrt okkur. Reru nú þessir tveir okkur
inn lónið, og var svo þessi róður á enda. í þessum róðri urðu fjögur
Tjarnarkotsskip fyrir meiri og minni áföllum, en ekki man ég eftir, að
ég heyrði um neinn skiptapa þennan dag.
Það voru lög að taka upp öll þorskanet vissan dag á hverri vertíð,
til þess að fiskurinn ætti hægra með að ganga. Einn veturinn var
landsynningsrok hinn ákveðna dag. Var því ekki hægt að sækja nema
aðra trossuna í einu, en flest skip höfðu vanalega tvær trossur í sjó.
Allt gekk þetta samt slysalaust. En að seinni róðrinum loknum þóttust
víst flestir vera búnir að fá nóg. En betur má, ef duga skal.
Þennan vetur hélt Ámundi frá Hlíðarhúsum út skipi sínu frá
Tjarnarkoti, en daginn, sem upp var tekið, var hann inni í Reykjavík.
Bað hann Arinbjörn að láta taka sín net úr sjó líka. Gekk nú Arin-
björn milli manna til þess að fá þá í þriðja róðurinn. Gekk þetta hálf
illa, því menn voru orðnir bæði slæptir og blautir. Samt var hann búinn
að fá alla nema einn, þegar hann kemur til mín. Biður hann mig nú að
fara fyrir sig þriðja róðurinn, því sér sé treyst til að ná netunum. Ég
svaraði honum engu. Hljóp hann þá frá mér, vonlaus um bænheyrslu
mína. Skinnklæddi ég mig í flýti og mætti svo þeim gamla á leiðinni
7
97