Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 100
SKAGFIRÐINGABÓK
niður að sjó. Hentist hann fram hjá mér, en sagði um leið: „Jæja,
Stebbi minn, ég skal sjá þetta við þig í einhveriu." Okkur gekk vel
að ná netunum, enda voru þau ekki langt tindan landi.
Á páskadagsmorgun gefur Arinbjörn mér koníaksflösku og segir,
að ég eigi að hafa hana fyrir róðurinn. En víngjöfum til heimamanna
var hann hættur fyrir nokkrum árum. Var þar áður mikill drykkju-
skapur, og hafði hann stundum dregið á eftir sér illan dilk.
Seinasti róðurinn, sem ég reri í Tjarnarkoti, var þremur dögum fyrir
lok. Átti það að verða lokaróðurinn, ef ekki fiskaðist. Fengum við í
þessum róðri þrjá á skip. Kostuðu þeir okkur marga svitadropa, því
víða var leitað og alltaf áraleiði.
Þegar í land kom, beið skip ferðbúið til Reykjavíkur, sem átti að
flytja sjómenn. Bar ég því hraðan á, reif í mig matinn, meðan gamli
maðurinn taldi mér kaup mitt fram á borðið. Bætti hann við það 2 kr.,
sem hann sagði að væri uppbót á flöskuna fyrir róðurinn. Kvaddi ég
svo kóng og prest og hef ekki komið þar síðan.
Nú hef ég reynt að safna í eitt því minnisstæðasta, sem fyrir mig
kom í Tjarnarkoti. Næsti flokkur segir frá ferðum okkar norður á
vorin.
Þriðji flokkur.
Norðurferðir okkar máttu heita fremur ævintýrasnauðar
að undanteknum tveim þeirra og erfiðleikum þeim, sem við átrum við
að stríða með að komast yfir árnar, þegar þær voru í flóðum. Var þá
aldrei um annað að gjöra en að vaða það, sem fært þótti, eða kaupa
ferjur að öðrum kosti. En þær voru ekki til nema á sumum ánum.
Við komum t. d. einu sinni að Norðurá í flóði. Treystum okkur ekki
yfir hana á vöðunum vegna straumhörku, héldum því upp með henni
allt upp á móts við Fornahvamm. Þar var hún lygn og sló sér nokkuð
vel út. Var þá sjálfsagt að reyna þarna, hvernig takast myndi. Þarna
var hún í axlir, en létt á og góður botn.
Þegar upp úr ánni kom, héldum við heim að Fornahvammi, en
fengum ekki inngöngu fyrr en við værum búnir að vinda föt okkar.
Það var nýafstaðin hláka, en norðankuldi var kominn í hennar stað.
98