Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 102
SKAGFIRÐINGABÓK
Næst vil ég bregða upp mynd af óprúttni vermanna yfirieitt með að
vaða árnar, því ég veit, að slíkt þekkist ekki nú á dögum.
Við Fúsi á Geirmundarstöðum vorum á norðurleið með allmörgum
öðrum. í hópnum voru tveir unglingspiltar, Lárus, sonur Vigfúsar
Melsteðs, og annar drengur til. Tókum við að okkur sinn drenginn
hvor að styðja þá í ánum og hjálpa þeim á annan hátt eftir þörfum.
Þegar við komum að Staðarbakka, kemur ríðandi maður austan yfir
Miðfjarðará. Sagði hann, að á parti hefði hesturinn ekki náð niðri.
Þegar við heyrðum þetta, var ráðgazt um, hvað gera skyldi, hvort
heldur að reyna að vaða eða fara út á Reykjaferju, en það var krókur.
Þarna var áin lygn og ágætur botn. Varð það því úr að kanna dýpið.
Lagði ég út í með Lalla og öll strollan á eftir, nema Fúsi fékk hest
handa sínum strák. Á parti varð Lalli óstyrkur á fótunum, og mun hann
á tímabili hafa losnað við botninn. Gekk þó ailt vel yfir ána.
Fyrst eftir svona dýfur var maður ekki liðlegur til gangs. Var þá
oftast stanzað, þegar upp á bakkann var komið, og látið síga úr fötum
sínum, einkum ef veður var hlýtt. í þetta sinn var bæði sólskin og
hiti. Þarna var því stanzað um stund, en haldið svo aftur af stað norður
á bóginn, og er einskis að minnast fyrr en við komum að Strjúgi í
Langadal. Þar keyptum við kaffi, en skildum poka okkar eftir úti á
hlaði. Að lokinni kaffidrykkju lögðum við upp enn á ný, en þá fannst
mé; og Jóni Sölvasyni frá Dúki, að pokar okkar væru orðnir mikið
þyngri en þeir höfðu áður verið. Gáfum við þessu samt ekki meiri
gaum, fyrr en við komum norður á Víðidal. Þar var stanzað til að fá
sér bita. En viti menn. Upp úr pokunum okkar Jóns komu stærðar
steinar. Höfðu einhverjir félaganna látið þá þar, þegar við stönzuðum á
Strjúgi. Ur þessu varð ekki annað en hlátur. Voru steinaskammirnar
skildar þar eftir, og eru þeir þar líklega enn.
Norður hjá Staðaröxl var aftur stanzað, því sumir fóru þar beint
ofan, en aðrir fram og ofan fjallið. Þegar heim undir Geirmundarstaði
kemttr, verður Jón Sölvason þess var, að hann hefur skilið eftir hníf
sinn uppi á brún. Hafði hann tekið hnífinn þar upp, er hann gerði við
skó sinn. En það, sem okkur þótti mest um vert var, að Jón fleygir poka
sínum og vendir sér eftir hnífnum. Sumir hefðu fyrst farið heim til
að heilsa og fá sér kaffisopa.
100