Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 103
SUÐURFERÐIR OG SJÓRÓÐRAR
Þess skal getið, að við vermenn fengum okkur ætíð far um lokin
upp á Akranes eða Borgarnes. Vorið 1887 vorum við aðeins tveir
saman norður. Var félagi minn Sveinn Stefánsson, öðru nafni Vallna-
Sveinn. Fengum við far með áttræðing, sem átti ferð upp í Borgarnes
með harðfiskfarm. Veður var hvasst og fljúgandi leiði, en S\ einn hafði
haft helzt til mikil kynni af frú Hálsmjó, áður en lagt var af stað, svo
heita mátti, að hann væri eins og á miili vita á leiðinni. Gáði hann
þá stundum ekki að, hvernig hann sat í sæti sínu, en hallaðist oft út
yfir borðstokkinn, svo að höfuð hans seig í sjó niður, þegar á keipum
sauð. Þetta virtist ekki gera Sveini neitt til, enda var maðurinn ekkert
veikbyggður, hvorki á sál né líkama.
Vor þetta gengur enn undir nafninu Fellisvor. En fyrir sunnan heiði
þurftum við ekki á neinu harðæri að kenna, alauð jörð, ár í flóðum, alls
staðar nóg að borða, og hjá okkur sjálfum nægjanlegt af brennivíni
og margs konar sælgæti. Ennþá vorum við ekkert búnir að frétta frá
Norðurlandi, því þá var enginn sími kominn, en þegar norður á heið-
ina kom, brá okkur illa í brún: landfastur hafís og norðan nepja.
Þegar við komum að Hrútatungu, var okkur sagt, að almenningur
væri heylaus og fénaður farinn að falla, engin matbjörg fáanleg í
kaupstöðum og langt síðan skip höfðu komið. Þarna byrjuðu fyrir
okkur örðugleikar með að fá að borða, og kvað svo rammt að þessu, að
hvorki fyrr né síðar hef ég orðið að þola neitt þessu líkt á ferðalagi.
í ferðina norður að Auðnum gengu margir dagar. Bæði töfðu fyrir
okkur stórhríðar á hverjum degi, og svo var sulmrinn, sem dró úr
mætti okkar til að halda áfram. Margsinnis slökktum við sárasta
sultinn með brimsöltu smérlíki og klaka.
í Miðhópi báðum við um að selja okkur að borða, en fengum það
svar, að þessi helvítis suða gengi alltaf. Fengum við þar ekki svo
mikið sem að koma inn í bæjardyrnar, var þó stórhríð og búið að
segja okkur, að í Miðhópi væru fullar tóttir af heyjum og fullt búr
matar.
Við vissum að á Hólabaki bjó bróðir Jóseps í Miðhópi. Var hann
fátækur barnamaður. Þangað komum við og hitmm bónda, en lémm
hann ekkert vita um fróðleik okkar á ætterni hans. Afmr á móti
sögðum við honum frá gestrisnu Miðhópsbóndans. Bauð hann okkur
101