Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 104
SKAGFIRÐINGABÓK
þá mjólkurbolla, en sagðist ekki hafa annað til en dropann úr fjósinu.
Mjólkurbollinn var þeginn með meiri þakklátssemi í huga en margur
ósvangur fær skilið, enda borguðum við bollann vel.
Við báðum að selja okkur að borða í Brekku og Bólstaðarhlíð. Var
það eins og alls staðar annars staðar, að við fengum ekki í okkur hálfa.
Á Gili gistum við seinustu nóttina í Húnavatnssýslu. Var þar eins og
annars staða', að lítið var til bæði handa mönnum og skepnum. Daginn
eftir fórum við að Auðnum í Sæmundarhlíð. Þar fengum við í fyrsta
sinn saðningu okkar frá því í Fornahvammi.
Nú var loksins komið til Skagafjarðar, en hvað átti svo til bragðs
að taka? Við vorum báðir óráðnir. Sveinn átti um 30 kindur, sem
byrjaðar voru að falla og fóru allar um vorið. Hugsaðist okkur nú að
fara út á Krók, kaupa þar mjöl í pottköku, ef fáanlegt væri, og fara
svo suður afmr. En þegar til Sauðárkróks kom, var skonroksmylsna í
ldútshorni það eina ætilegt, sem við gámm þar fengið. Ámm við það
‘þá þegar undir búðargaflinum á gömlu Gránu og héldum svo hvor
sína leið. Sveinn fór fram í Hólm, en ég gat holað mér niður á Reyni-
stað hjá Hjaltastaða-Jóni. Lofaði hann mér 50 kr. árskaupi, en galt mér
80 kr.
Eftir þetta vorum við Sveinn samtíða hjá Sigurði á Reynistað.
Spurði ég hann þá smndum, hvort hann myndi eftir norðurferðinni
góðu. Var þá vanalega svarið hjá honum: „O, minnztu ekki á það hel-
víti, lasm."
Næst vil ég geta þess, að eitt vorið komum við fjölmennir að Hellisá
í flóði, sem er bæði stórgrýtt og straumhörð. Leizt okkur því ekki
meira en í meðallagi á þennan farartálma. En þó varð útkoman sú á
áliti okkar, að áin myndi væð vera, og var því lagt út á djúpið. Fyrst
gekk allt vel. En þegar hér um bil fjórði parmr árinnar var eftir, dýpk-
aði og þyngdi strauminn svo, að flestum fór að þykja nóg um. Einn
manninn fór líka strax að hrekja, svo þegar við hinir komum upp á
bakkann, sáum við, að hann hafði hrakið ca. 8-10 faðma ofan ána. Þar
stóð hann og haliaðist fram á staf sinn undan straum, en áin beljaði á
baki hans. Neðar hefði engum mennskum manni verið mögulegt að
standa. Þarna var nú einn félaginn og kallaði á okkur sér til hjálpar.
Sagðist hann ekki geta hreyft sig úr stað, án þess að straumurinn
102