Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 105
SUÐURFERÐIR OG SJÓROÐRAR
kastaði sér um koll. Af því við vorum nógu margir, kræktum við
okkur saman á handleggjunum og lestuðum okkur svo fram að mann-
inum. Út í ána fórum við fimm eða sex. Voru þá margir eftir uppi á
bakka. Þegar við náðum traustu taki á hinum illa stadda félaga okkar,
var farið að smá fikra sig til lands aftur. Gekk það furðu vel, þó hægt
væri farið, enda minnkaði straumþunginn og dýpið, eftir því sem nær
landi kom. Þessi maður var Skagstrendingur og hét annaðhvort Björn
eða Bjarni.
Þegar norður fyrir heiði kom, fóru menn að smá tínast hver til sinna
heimkynna, svo þegar norður á Miðfjarðarháls kom, vorum við aðeins
sex eða sjö eftir. Veður var heitt, og gjörðust menn þyrstir. Fórum
við því heim að Selási til þess að fá okkur að drekka. Fengum við þar
miður góða slátursýrublöndu í ekki óþarflega hreinum trédalli. Drykkur
þessi kostaði 25 aura fyrir manninn, en þó var Sigurður bóndi til með
að gefa mér minn part. Átti ég að njóta þess, að við vorum búnir að
vera rekkjunautar eina vertíð suður í Tjarnarkoti. Hann var þar fjár-
maður þennan vetur, enda var hann víst enginn sjógarpur.
Það var vorið, sem við Sveinn Stefánsson urðum samferða norður,
eða vorið 1887, að þegar við komum að Sanddalsá, var hún í foráttu-
flóði og því algjörlega óvæð á vanalegri umferðaleið. Leituðum við
því fyrir okkur upp með ánni, ef ske kynni, að hún reyndist annars
staðar betri. Var víða út í hana farið, en sakir straumhörku urðum við
frá að hverfa, þar til við fengum hana í mörgum kvíslum langt uppi í
dal. Var hún þó ekki betri en það, að í seinustu kvíslinni lá við, að
skildi með okkur Sveini. Hann hafði nefnilega boginn birkilurk fyrir
staf, sem snerist í höndum hans, þar sem mest reið á að standa stöðugur
í straumnum. Þetta gekk samt þolanlega, en Sveinn sagði mér, að ekki
hefði mátt tæpara standa. Þegar við komum að Litlu-Giljá í Þingi, var
norðan hríðarveður og frost, en Giljáin, sem er lítið srærri en vænn
bæjarlækur, var uppbólgin, svo hvergi var hægt að stökkva yfir hana.
Báðum við því Jón bónda um hest yfir ána, en hann var ekki til, því
þær fáu skepnur, sem Jón hafði átt, voru allar fallnar, nema ein belja,
horuð og mjólkurlítil. Á henni og horketi dró heimilisfólkið fram
lífið, hjónin og tvö eða þrjú börn. Sagt var, að fjölskyldu þessa ætti að
kosta til Ameríku, ef hægt væri. Hjá bónda fékk ég lánaða belgi til
103