Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 107
SUÐURFERÐIR OG SJÓRÓÐRAR
umstæðum. Langan tíma þæfðu þeir á sama blettinum, eins og þeir
ættu að fá borgun fyrir að fara ekki vítt yfir. Oft sýndist okkur Björn
gera leik til þess að trylla folann, en það hefur verið gert í þeim til-
gangi að þreyta hann sem fyrst.
Loks fór svo, að Björn vann glæsilegan sigur. Folinn stóð titrandi
af áreynslu, svo Birni vannst auðvelt að leggja við hann, en glímu-
flöturinn var orðinn að flagi, en var áður grænn bali. Nú vorum við
búnir að sjá það, sem okkur óraði fyrir kvöldið áður, að Björn myndi
geta tekið til höndunum, ef á þyrfti að halda.
Upp að Sveinatungu gekk okkur vel. Við hnýttum Grána aftan í
annað hross og rákum svo á eftir. Var hann hinn þægasti og við hinir
ánægðustu.
Seinustu vertíðina, sem ég var í Tjarnarkoti, reri Árni Magnússon
frá Utanverðunesi þar líka, og urðum við samferða heim um vorið.
Gekk það ferðalag bæði fljótt og vel og það svo, að úr Reykjavík að
Hvammi í Langadal vorum við ekki nema þrjá daga eða réttara sagt
sólarhringa. Ferðin úr Reykjavík byrjaði með því, að við fengum óvana-
lega fljóta og góða sjóferð upp í Norðurá, en þaðan gengum við eins
og þolið leyfði, hvort heldur var að nóttu eða degi. Veit ég ekki til, að
vermönnum hafi sótzt leið þessi betur en okkur Árna í þetta sinn.
Daginn eftir að við gistum í Hvammi, fórum við hægt og rólega
norður fjöllin og heim í átthagana.
Að endingu vil ég geta þess, að þegar menn óðu árnar og þurftu
svo að ganga í bleytunni, voru fáir svo skinnsterkir, að þeir sárnuðu
ekki innanlærs. OIli þetta einatt óþægindum og tafði jafnvel fyrir, að
hægt væri að hafa fulla ferð. Gegn þessu var helzta ráðið að binda
buxurnar þétt að lærunum, svo þær nudduðust ekki eins við hörundið.
Hvernig skyldu ungu mennirnir nú á dögum kunna við að sýna sig
þannig í ókunnum sveitum?
Áður en lagt var út í djúpar ár, þurftu þeir, sem úr áttu að sjá fyrir
því, að þau blotnuðu ekki. Sumir létu þau í höfuðfötin. Aðrir vöfðu
um þau vaxdúk, og ég man eftir, að einn vistaði sitt úr í tóbaks-
pungnum. Einum manni láðist þó að verja úr sitt nógu vel svo það
blotnaði. Hætti það þegar að ganga og stóð, það sem eftir var ferðar-
innar. Læt ég svo frásögn þessa stanza úrinu til samlætis.