Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 109
FRÁ REYKJASTRÖND TIL VESTURHEIMS
því næst þrjú ár vökukona á elliheimilinu Betel á Gimli, en fluttist
þá enn til Winnipeg og átti þar heima í tíu ár. Sumarið 1965 varð
hún vistkona á elliheimilinu Betel, og þar er eftirfarandi frásögn
dagsett þann 28. nóvember 1966, skrásett eftir forsögn Sigríðar af
Jóni Pálssyni, bróður hennar.
Sigríður Pálsdóttir er kona ljóðelsk og bókhneigð og hannyrða-
kona mikil. Á ungum aldri hugðist hún nema hjúkrunarfræði, en
atvikin beindu henni á aðrar brautir. Aldrei hafði vakað fyrir henni
að festa á blað æviminningar, en hún var hvött til þess að segja eitt-
hvað frá iiðnum dögum, og varð þá annars vegar til frásögn sú, er
hér birtist, hins vegar smtt yfirlit ævi hennar vestanhafs, en upp
úr því eru tekin atriði í inngangsorð þessi.
H. P.
Ég er fædd sólbjartan sumardag, 8. ágúst 1885, í Hornbrekku
í Ólafsfirði. Faðir minn var Páll Halldórsson, Jónssonar frá Miðvatni
í Skagafirði, og konu hans Ingibjargar Jónatansdóttur, Jónssonar Þor-
lákssonar prests á Bægisá. 1 Ingibjörg var ein af átján systkinum. Móðir
mín var Jónanna Guðrún Jónsdóttir, Dagssonar frá Vémundarstöðum
í Ólafsfirði, og konu hans Önnu Stefánsdóttur. 2
Móðir mín var tvígift. Fyrri maður hennar, Jóhannes Jóhannesson,
ættaður úr Skagafirði, drukknaði í skipskaða 30. maí 1875. Þau átm
tvær dætur, Stefaníu, síðar konu Björns Guðmundssonar á Ingveldar-
stöðum á Reykjarströnd og Á í Unadal, og Jóhannesínu (Jennie), sem
fór til Ameríku 1893. Hún giftist George Barrett, af skozkum ættum,
og bjuggu þau í Winnipeg og Vancouver.
Faðir minn var elztur af tólf börnum. Voru mjög mikil harðindi á
íslandi á ungbarnsárum hans. Sex ára var hann tekinn tii fósturs af
Þorbjörgu móðursystur sinni og Ásgrími Pálssyni manni hennar, og
ólst hann upp hjá þeim. Þau bjuggu á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, og
voru foreldrar móður minnar, Jón og Anna, þar í tvíbýli. Var móðir
1 Jónatan var jafnan skrifaður Ogmundsson (b. á Efri-Vindheimum Olafs-
sonar, á Kálfskinni Árnasonar), en almælt var, að Jónatan væri sonur sr. Jóns
Þorlákssonar skálds á Bægisá, sbr. Ættir Skagfirðinga nr. 69.
2 Æviþáttur Páls Halldórssonar og Jónönnu Jónsdóttur er í Skagf. æviskrám
n.
107