Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 115
FRÁ REYKJASTRÖND TIL VESTURHEIMS
dró á eftir sér talsvert stóran barða, sem flutti farangur okkar ásamt
sumu af ferðafólkinu.
Eftir nær sólarhrings ferðalag var haldið inn íslendingafljót og lent
við bæjarstæðið í Riverton. Þegar við lentum, beið okkar kona með
átta potta föm, fulla af nýmjólk til að svala ferðafólkinu. Var það hin
bezta hressing. Konan var Þóra Sveinsdóttir, - Mrs. Sigfús Pétursson
í Skógargarði - seinna tengdamóðir tveggja eldri bræðra minna.
Svo var haldið að Haildórsstöðum. Þangað komum við snemma í júlí,
og dvöldum við þar fram á haust. Um sumarið fór faðir minn upp með
fljótinu í landaleit, tók þar heimilisrétt í miðri Geysis-byggð.
Mikil veikindi voru við íslendingafljót þetta sumar, mest á bæjum
í grennd við Halldórsstaði. Bæði yngra og eldra fólk var veikt, nokkrir
dóu úr taugaveiki, og litli bróðir minn dó úr sumarveikinni stuttu
eftir að við komum að Halldórsstöðum. Móðir mín var að hjálpa og
hjúkra á bæjunum, þar sem veikindi voru og dauðinn gekk um garð.
Hitinn og bitflugan voru þetta sumar óskapleg. Ég var feitlagin og
blóðrík og stóðst illa þessar plágur og öll þessi umskipti, - ég sem
aldrei hafði skælt, varð nú óhuggandi, og enginn gat skilið, hvað gekk
að stelpuanganum, og sízt af öllum ég sjálf. Nú hef ég fyrir löngu
vitað, að þetta var það, sem kallað er óyndi. Held ég, að áhrif þess hafi
orsakað það, að mér hefur aldrei fundizt ég eiga heima í þessu landi.
8
113