Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 116
GAMALT BRÉF ÚR VALLHÓLMI
HÖfundur eftirfarandi bréfs, Daníel Árnason, fæddist 27.
júlí árið 1851. Hann var óskilgetinn sonur Árna Gíslasonar, bónda
á Bakka í Vallhólmi; móðir að honum Rósamunda Guðmundsdóttir,
lengi vinnukona á ýmsum bæjum í Seyluhreppi. Daníel ólst upp á
hennar vegum, fylgdi henni löngum vist úr vist.
í Skagfirðingabók I. kemur Daníel nokkuð við sögu, er Jónas frá
Hofdölum segir frá því, er Skagfirðingar fögnuðu komu Stephans G.
heim á bernskustöðvar sumarið 1917. Stephan vildi hitta Daníel í
Mikley, fornkunningja sinn, en hitt er rangt, sem segir í greininni, að
þeir hafi verið fermingarbræður; Daníel fermdur 10. júní 1867,
Stephan 1. júní 1868. Hitt má vera, að þeir hafi „gengið til prestsins"
saman, og nágrannar voru þeir lengst af í æsku. Daníel fékk svohljóð-
andi vitnisburð hjá presti sínum, er hann var tekinn í kristinna manna
tölu: „Les við veg, kann sæmilega, skilur við veg. Þarf stjórn."
Daníel ólst upp við harðasta kost. Árið 1862 byggði Rósamunda,
móðir hans, húsmannsbýli í Reykjarhólslandi í Seyluhreppi, Barð,
nauðarýrt kot. Með henni var bróðir hennar, Guðmundur Guðmunds-
son, auknefndur „lærði." Þarna dvaldist hún með soninn fram á vor
árið 1868, er þau systkinin flytjast ásamt Daníel „í hokur frá Barði að
Staðarseli í Staðarhr.," eins og segir í kirkjubók, en Barð fór í eyði og
byggðist ekki aftur. í Staðarseli í Staðarfjöllum höfðu ábúendur Reyni-
staðar löngum haft selstöðu, en ekki hafði verið búið þar í manna minn-
um. Vorið 1870 fer húsmannsbýli þetta aftur í eyði. Daníel verður
vinnumaður á Sjávarborg og er í vistum á ýmsum bæjum í Skagafirði
tii ársins 1883, er hann varð ábúandi á Halldórsstöðum á Langholti,
bjó þar með ráðskonu til ársins 1885, er hann flytur í Kimbastaði í.
114