Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 117
GAMALT BRÉF ÚR VALLHOLMI
Borgarsveit; þar býr hann til vors árið 1888, er hann flyzt að Stokk-
hólma í Vallhólmi og býr þar árið. Árið 1889 kaupir hann Mikley og
býr þar til dauðadags 1920, ókvæntur og jafnan einbúi.
Eina dóttur átti Daníel, Dýrborgu, sem varð kona Jóns frá Stóru-
Okrum, en hann var sonur Árna, er um getur í bréfinu. Bjuggu þau
hjón fyrst að Stóru-Ökrum, en síðast að Valadal. Eru afkomendur
Daníels orðnir margir og hið mannvænlegasta fólk.
Daníel var fremur lágur maður vexti, allþrekinn, dökkur á hár og
skegg. Hann þótti hranalegur í framkomu, fornmannlegur í háttum,
ómannblendinn og kom skapi við fáa. „Sérlegt þótti allt hans æði,"
var þó talinn greindur. Drykkfelldur var Daníel og mjög óeirinn
við öL Erfiðleikar bernsku- og æskuára hafa orðið honum æviraun,
benda til þess ummæli, er hann hafði við Stephan G. sumarið 1917:
„Nú, þú ert fjandakornið ekkert bermilegri að sjá en ég, þótt þú hafir
búið langan aldur þarna vestur í fullsælunni, en ég hafi orðið að krafsa
mig áfram í kulda og snjó hérna á íslandi."
Árið 1895 var lokið smíði brúar á Héraðsvatnaós eystri. Var þá ekki
lengur þörf dragferjunnar, sem þar hafði verið, og ákvað sýslunefnd
fyrrgreint ár að flytja hana „fram á aðalpóstleiðina, og voru þeir Einar
Guðmundsson á Hraunum og Þorsteinn snikkari Sigurðsson á Sauðár-
króki kosnir til að skoða og segja álit sitt um, hvar hentast væri að
setja niður dragferjuna." - Akrahylur varð fyrir valinu, og Árni
Jónsson bóndi á Stóru-Ökrum fenginn til ferjustarfsins, en eftir að
svifferjan - sem svo var einnig nefnd - kom til sögunnar, var ferju-
haldið á Héraðsvötnum eftirsótt verk, eins og fram kemur í bréfi
Daníels. Áður hafði verið ferjað frá Völlum og Syðstugrund, en þær
ferjur nú lagðar niður.
Ekki er vitáð, til hvers Daníel hefur farið í smiðju, er bréf þetta
var ritað, en auðsætt, að þar hefur vanur bréfritari um vélt, höndin fall-
eg, greinarmerkja- og stafsetning í bezta Iagi:
Síðan ferlíkan það, er menn almennt nefna „svifferju," var flutt
fram á Akrahyl, hafa brautingjar og landshornamenn gjört usla mikinn
á óðali mínu, Mikley. Hafa þeir hleypt fákum sínum á beit í engi mitt,
115
L