Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 121
EINAR Á REYKJARHÓLI
Þar er hvíldin þægust léð
í þröngu grafarbóli;
alltaf getur augað séð
út að Reykjarhóli.
Hver var hann sá fésnauði bóndi, sem vísur þessar kvað og batt
slíka tryggð við gamla Reykjarhól? Almúgamaður, jafnaðarlega æðru-
laus og gamansamur og með tækifærisstökur á munni, hneigður fyrir
sopann og gangmjúka hesta. Skagfirðingur var hann hvorki að ætt né
uppruna, en festi þó svo djúpar rætur í Skagafirði, að hvergi annars
staðar kaus hann að bera beinin. Ástæðan getur vel verið sú, að eðli
sínu samkvæmt var hann Skagfirðtngur, með öðrum orðum búinn því
skaplyndi, sem landsfólkið frá gamalli tíð hefur viljað kalla aðalein-
kenni manna úr Skagafirði - hann hafi þess vegna til fullnustu að-
lagazt lífsbrag Skagfirðinga. Víst er að minnsta kosti, að vinmargur
var hann í sveit sinni.
Einar á Reykjarhóli var ekki umsvifamaður og rataði ekki í neins
konar villur. Æviganga hans telst því fábrotin, hann var einn í hinum
nægjusama skara liðins tíma. Samt verðskuldar hann, að eftir honum
sé munað enn um sinn, að minning hans verpist ekki moldu með þeim
fáu, sem nú vita, að hann var til, samferðamönnum sínum til and-
legrar hressingar. Saldaust er að spyrna lítið eitt gegn markvísri iðju
gleymskunnar, gegn vísum sigri hennar að lokum.
II.
Árið 1807 hófu búskap að Brekkukoti syðra, spölkorn utan
Möðruvalla í Hörgárdal, hjónin Einar Jónsson (f. um 1783 eða ’85)1
og Þuríður Sigurðardóttir (f. um 1774). Einar var sonur Jóns bónda
Eyjólfssonar á Grund í Þorvaldsdal og konu hans Ingibjargar Sveins-
dóttur, en Þuríður dóttir Sigurðar bónda Sigurðssonar á Kleif í sömu
sveit (næsta bæ við Grund) og seinni konu hans, Sólveigar Hákonar-
1 Fæðingarár Einars er óljóst í manntölum og prestsþjónustubók Stærra-Ár-
skógs ekki til frá þeim tíma.
119