Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 122
SKAGFIRÐINGABÓK
dóttur. 1 Ólust þau bæði upp í föðurgarði, en liðlega tvítugur réðst
Einar í vinnumennsku að Kleif, gekk að eiga Þuríði, og fæddist þeim
sonur 4. janúar 1805. Hann hlaut nafn Sigurðar móðurafa síns. Ári
síðar ól Þuríður annan son, Kristján. Voru börn þeirra hjóna ekki
fleiri, er þau hófu búskap í Brekkukoti. Þangað fylgdist með þeim
faðir Þuríðar, sjötugur að aldri, greindur maður, ráðvandur og allvel
að sér.
Einari er svo lýst, þegar hann flyzt í Brekkukot, að hann hafi verið
hæglætismaður, frómur og prúður í dagfari, læs en lítið menntaður.
Þuríður var skýr kona, greind og siðprúð, en gerðist vanstillt í geði,
og sá faðir hennar ástæðu til að bera sig upp undan henni við sóknar-
prestinn.
Einar og Þuríður voru bæði af efnasmáu fólki komin og bjuggu í
Brekkukoti við fátækt mikla. Þau eignuðust þar tvo syni, sem lémst
nýfæddir, og eina dóttur, Rósu. Hún náði fullorðinsaldri.
Eftir fimm ára búsem í Brekkukoti flutmst þau hjón á örreytiskot
í Kræklingahlíð, Efsta-Samtún, og hokruðu þar við seyru þrjú árin
næstu. Þar fæddist árið 1813 yngsti sonur þeirra, Þorkell.
í Efsta-Samtúni versnaði enn hagur Einars og Þuríðar. Sálnahirðir-
inn, séra Jón Þorvarðsson í Glæsibæ, setti að vísu fátt út á kristilega
breytni þeirra, en taldi þau bæði óstöðug við að bjarga sér.
Um 1816 hverfa Einar og Þuríður úr Lögmannshlíðarsókn, munu
hafa hrökklazt frá kotinu, og þegja bækur um ferðir þeirra upp þaðan,
börnin dreifðust hins vegar á sveitarframfæri, í sinn staðinn hvert. Elzti
sonurinn, Sigurður, var raunar farinn að heiman áður. Hann var á
1 Faðir Jóns á Grund var Eyjólfur b. í Fagrabæ, Arnfinnsson b. í Skeri,
Eyjólfssonar b. í Hörgárdal, Hallssonar í Búðarnesi, Finnbogasonar b. í Saurbæ
í Hörgárdal, Hallssonar. — Sveinn, faðir Ingibjargar á Grund, b. á Lómatjörn
og Yztuvík, var Guðmundsson, Sveinssonar b. á Teigi í Hrafnagilshr., Guð-
mutidssonar b. í Garðsvík á Svalbarðsströnd, Teitssonar. — Hákon, faðir Sól-
veigar á Kleif, b. á Hofsá í Svarfaðardal, var Jónsson, b. í Syðra-Holti í Svarf-
aðardal, Guðmundssonar. Kona Jóns í Syðra-Holti var Kolfinna Jónsdóttir b.
á Krossum, Rögnvaldssonar, en Jón sá telst bróðir Þorvalds skálds Rögnvalds-
sonar í Sauðanesi á Upsaströnd. (Ættrakning þessi er fengin hjá Stefáni Aðal-
steinssyni, Reykjavík).
120