Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 123
EINAR Á REYKJARHÓLI
æskuárum hægur drengur og efnilegur. Skildust þannig leiðir með
þeim systkinum, og verður ferli þeirra ekki fylgt hér, utan Sigurðar.
Rósa kemur þó síðar við þessa frásögn.'Kristján fékk að konu Þóru
Jónsdóttur frá Auðnum í Svarfaðardal og bjó þar. Hann var faðir
Jóns á Syðra-Hvarfi í Skíðadal og því afi Gísla bónda á Hofi í Svarf-
aðardal. Þorkell Einarsson varð bóndi í Fljótum, fyrst á Bakka, síðan á
Okrum.
Eins og fyrr getur, hvarf Sigurður Einarsson úr föðurhúsum áður
en foreldrar hans hætm búskap í Efsta-Samtúni. Hann fór niðursetn-
ingur að Syðstabæ í Hrísey árið 1814, til hjónanna Jóns Bjarnasonar
og Svanhildar Jónsdótmr, en 1816 og nokkur næstu árin var hann
þar „niðursetningur að hálfu" og þá jafnframt talinn til heimilis á
Litlu-Hámundarstöðum á Árskógsströnd, en þaðan er smtt milli lands
og eyjar. Á Litlu-Hámundarstöðum bjó Benedikt Benediktsson1 og
kona hans Kristín Guðmundsdóttir, gæðafólk hið mesta, og frá þeim
fermdist Sigurður á hvítasunnu 1820, með sæmilegasta vitnisburði.
Á þessum stöðvum, Hrísey og Árskógsströnd, átti Sigurður athvarf
fram til 1824, er hann tók sig upp og réðst í vinnumennsku inn á
Galmaströnd, að Ytri-Reistará, en hafði vistaskipti árið eftir og var
til 1832 á bæjum þar í nánd, hjá Gunnari bónda Oddssyni á Gásum,
séra Kristjáni Þorsteinssyni í Glæsibæ og Þorsteini Daníelssyni á
Skipalóni. Hann kom sér vel, þótti viðfelldinn í umgengni og vann
húsbændum sínum ömllega.
Árið 1832 hugsaði Sigurður sér enn til hreyfings og hélt nú yfir um
fjörð og gerðist vinnumaður í Sigluvík á Svalbarðsströnd. Þangað fór
hann ekki erindisleysu, því þar beið konuefnið, ung vinnustúlka, Krist-
ín Jónasdóttir. Tveimur árum síðar skildust þó leiðir þeirra í bili,
því Sigurður vistaði sig þá að Syðra-Krossanesi, en Kristín að Garðs-
vík á Svalbarðsströnd og ól þar Sigurði dóttur 21. september 1834.
Hún var skírð Siguxbjörg, en átti ekki í vændum langa lífdaga, and-
aðist tökubarn í Ytra-Krossanesi rétt mánaðargömul. Þá mun hjú-
skapur þeirra Sigurðar og Kristínar hafa verið fullráðinn, því Sigurður
1 I „Ommu" geymast skringilegar sagnir um hann (ný útg. 1961, bls. 206-
09).
121