Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 124
SKAGFIRÐINGABÓK
fór að Garðsvík árið eftir, og gengu þau Kristín í hjónaband í Sval-
barðskirkju 25. september 1835.
Kristín var af blásnauðu fólki komin, líkt og maður hennar, fædd
24. janúar 1807 í Meðalheimi á Svalbarðsströnd, dóttir búandi hjóna
þar, Jónasar Jónssonar (f. um 1773), bónda á Efri-Dálksstöðum Jóns-
sonar, og Guðrúnar Sveinsdótmr (f. um 1780), bónda í Garðsvík
Brandssonar. Jónas var maður meinhægur og bærilega að sér, Guðrún
einnig dagfarsgóð, en bemr uppfrædd. Árið 1822 flosnuðu þau hjón
upp frá búskap fyrir fátæktar sakir. Tvístraðist fjölskyldan, fór Jónas,
einn síns liðs, vinnumaður að Veisuseli í Fnjóskadal og lézt þar 23.
ágúst 1826, en Guðrún fór vinnukona að Sigluvík, og lauk þar ævi
hennar 10. maí 1825.1
Kristín ólst upp hjá foreldrum sínum í Meðalheimi, næstelzt af
sjö systkinum. Hún var hæggerð stúlka og siðlát. Aðeins fjórtán ára,
og ófermd, var hún send í vinnumennsku að Þórisstöðum þar á strönd-
inni. Síðar var hún mörg ár í Tungu, litlu innar á Svalbarðsströnd,
næsta bæ við Meðalheim. Þaðan fluttist hún 1831 í Sigluvík, og ári
seinna lágu þar saman, eins og fyrr var nefnt, leiðir hennar og Sigurðar
Einarssonar.
Þau Sigurður og Kristín höfðu að vonum rýr efni til bústofnunar,
snauð vinnuhjú án frændafylgis. Foreldrar þeirra höfðu bollokað við
ómegð á kotbýlum sitt hvoru megin fjarðar, flosnað upp og börnin
lent hjá vandalausum. Reyndist og svo, að þau hjónin festu sér aldrei
jörð til ábúðar, voru alla hjúskapartíð sína, sem að vísu fyllti ekki
nema áramginn, í vinnumennsku á bæjum austan Eyjafjarðar, fyrst
í Garðsvík fram til vors 1838, þá eitt ár í Pálsgerði í Laufássókn og
síðan, 1840-45, á Nolli í sömu sókn. Þann 20. júní 1845 lézt Kristín
úr taugaveiki og var greftruð samtímis húsfreyjunni af næsta bæ,
Þorsteinsstöðum, sem látizt hafði degi síðar úr sömu veikindum.
Af sambúðarárum Sigurðar og Kristínar ganga ekki sögur. Að þeim
varð ekkert fundið í vismm þeirra, þau voru heiðvirð og gátu sér gott
orð.
1 Ranglega 18. maí í Svalbarðsstrandarbók (1964). Um ættir og afkomendur
Jónasar og Guðrúnar í Meðalheimi vísast til þeirrar bókar.
122