Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 126
SKAGFIRÐINGABÓK
Sigurðar og Sigríðar, lifði langa ævi, giftist Jóhanni Júlíusi Jónassyni,
og fluttust þau til Winnipeg 1893.1
Dætur Sigurðar, og alsystur Einars, þær Sigurbjörg og Rósa, virðast
hafa líkzt foreldrum sínum að lundarfari og framgöngu, verið hægar
og geðþekkar. Þær hófust ekki í lífinu upp á neinn hefðarpall fremur
en þau og þeirra foreldrar. Sigurbjörg átti heima á Nolli fram til 1859,
var upp frá því vinnukona á ýmsum bæjum, fyrst fáein ár á Svalbarðs-
strönd, síðar frammi í héraðinu, lengst á Stórahamri og Núpufelli. Hún
giftist 3. júlí 1887 vinnumanni á Draflastöðum, Stefáni Jónssyni,
bónda á Eyvindarstöðum í Eyjafirði, Tómassonar, og bjuggu þau
saman í vinnumennsku og húsmennsku allar götur eftir það, lengst á
Eyvindarstöðum og Litlahóli í Grundarsókn, og þar andaðist Sigurlaug
18. september 1919. Hún eignaðist ekki afkomendur.
Rósu Sigurðardótmr biðu áþekkir dagar, samt ívið tilbrigðaríkari,
þó ekki væri þar ávallt hamingjan í för. Árið 1847 var hún send töku-
barn að Sigluvík, eins og áður greinir, og varð þar léttastúlka, þegar
hún stálpaðist. Frá 1857-75 fetaði hún vinnukonustig bæ frá bæ
beggja megin Eyjafjarðar. fram um héruð og á Akureyri, var eitt eða
tvö ár í stað, en giftist á Akureyri 12. október 1875 Tómasi Davíðs-
syni barnakennara frá Glerá, þá tómthúsmanni þar. Þau höfðu kynnzt
í vinnumennsku á Munkaþverá fjörum árum fyrr og Rósa alið honum
dóttur í maímánuði 1873. Áður hafði hún verið við karlmann kennd,
því 1865 eignaðist hún son með ókvænmm skrifara á Akureyri, Jóni
Kristjánssyni, eyfirzkum manni, og annan son 1869 með Kristni
Frímanni Jónssyni, þá vinnumanni í Fagraskógi, síðar vegaverkstjóra. 2
Þau Tómas og Rósa bjuggu á Akureyri til 1881, næsm mttugu
og sex árin á sjö stöðum í Lögmannshlíðarsókn, lengst á Grænhóli
(þurrabúð) og í Glerárholti, en flutmst 1907 að nýju til Akureyrar.
Þar lézt Tómas 29. október 1910, en Rósa 13. febrúar 1927, þá til
1 Sjá Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1944, bls. 130.
2 Sonur Rósu og Kristins, Kristinn Frímann, fluttist tvítugur til Vesturheims.
Hann ritaði endurminningar sínar, og birtist úr þeim kafli í Mönnum og
minjum VIII, Rvík 1956. Þar segir hann frá uppvexti sínum í Eyjafirði og
nokkuð frá foreldrum sínum og stjúpföður.
124