Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 127
EINAR Á REYKJARHÓLI
heimilis hjá börnum sínum í Aðalstræti 12. 1 Þau hjón höfðu verið
örfátæk, en börn þeirra, þau sem heilbrigð voru (eitt þeirra var van-
gefið) hlutu góða fræðslu í heimahúsum, enda var Tómas vel lærður
á alþýðuvísu og bókhneigður, sinnti raunar meir bókfræðum en ver-
aldarvési.
III.
NÚ víkur sögunni til Einars Sigurðssonar. Hans beið hlut-
skipti, sem hefði getað verra verið, eftir aðstæðum, því ekki lenti hann
öldungis hjá vandalausum, þegar faðir hans sendi hann frá sér þre-
vetran að Skriðulandi á Galmaströnd. Árið 1839 hafði Rósa, föður-
systir Einars, þá tæpt þrítug og vinnukona á Skriðulandi, gifzt ungum
bóndasyni þar, Stefáni Guðmundssyni, Halldórssonar. Átm þau eina
dótmr barna, sex ára gamla, þegar Einar bættist í hópinn, en heimilis-
fólkið alls átta manns. Á Skriðulandi var tvíbýlt, á móti Stefáni og
Rósu bjuggu hjón á bezta reki ásamt þremur börnum sínum, og var
þar jafnmargt í heimili. Einar smbburinn hefur því varla dólað mikið
einn og einmana þau þrjú ár, sem hann átti heima á Skriðulandi. Og
ári síðar en hann kom þar, ritar sóknarprestur í bók sína að lokinni
húsvitjun á Skriðulandi - um heimilið í einu lagi: „Hér eru börn
prýðilega smnduð í andlegu tilliti."
Vorið 1849 færði Stefán Guðmundsson byggð sína að Djúpárbakka,
og þar, rétt sunnan Hörgár og gegnt amtmannssetrinu á MöðruvöIIum,
liggja flest æskuspor Einars Sigurðssonar, þar óx hann úr grasi.
Á Djúpárbakka var einbýlt, heimafólkið aldrei margt, og fjölgaði
ekki börnum Stefáns og Rósu. Munu dagar Einars hafa liðið þar far-
sællega og líkast til í minna fásinni en víða til sveita annars staðar,
því jörðin liggur á byggðamótum og þess vegna mannaferð meiri en
ella hefði verið, að því ógleymdu, að margir þurftu erindi að reka við
tignarmanninn handan ár. Og á hvítasunnu 1857 fermdist Einar í
Möðruvallakirkju, í hópi fimmtán barna. Frasðin hafði hann numið
hálfslælega, en var ekki tornæmur og orðinn stautlæs-
1 Um Tómas og börn þeirra vísast í Kennaratal.
125