Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 128
SKAGFIRÐINGABÓK
Veru Einars á Djúpárbakka lauk 1859,1 og fluttist hann þá sextán
vetra með fósturforeldrum sínum að Vöglum á Þelamörk, stuttan veg.
Þar hlaut Stefán bóndi hreppstjóratign. Bjó hann á Vöglum fá ár í
tvíbýli. En árið 1863 byrjar þar búskap ungur bóndi nýkvæntur, Bjarni
Arngrímsson, prests á Bægisá, Halldórssonar. Einar, sem nú stóð á
tvítugu og orðinn sjálfs sín, réðst í vinnumennsku til Bjarna þegar
fyrsta búskaparár hans. En ekki átti fyrir honum að liggja að pipra í
þeim starfa á Vöglum, því ári seinna reið þar í hlað ung og blómleg
ekkja, Rósa Gunnlaugsdóttir, með son sinn, Gunnlaug Stefán Júníus
Þórarinsson, tólf ára gamlan. Rósa var ráðin vinnukona á Vöglum, og
dró skjótt saman með þeim Einari; komu ekki að sök árin þrettán, sem
Rósa hafði að baki umfram hann, og vígðust þau í hjónaband í Glæsi-
bæjarkirkju þann 20. október 1865.
Rósa Gunnlaugsdóttir var ættuð af nálægum sióðum, fædd að Bauga-
seli í Barkárdal 3. apríl 1830, dóttir Gunnlaugs bónda þar og smiðs
Gunnlaugssonar, í Baugaseli Magnússonar, og konu hans Kristínar
Sigurðardótmr, bónda á Þúfnavöllum, Halldórssonar. Stóð að Rósu
mætisfólk, dugmikið, hreinlynt og vel viti borið.
Rósa ólst að mestu upp í Flöguseli í Hörgárdal, þangað flutmst
foreldrar hennar 1837, og var systkinahópurinn allstór. Meðal bræðra
hennar var Sigurður, faðir Kristins bónda á Skriðulandi í Kolbeinsdal.
Rósa Gunnlaugsdóttir þótti snemma efnisstúlka. Hún var gerðarleg
yfirlitum, en ekki smáfríð í andliti. Greind var hún, skaprík og gat
verið gustmikil. Með aldrinum gerðist hún stæðileg á velli.
Vorið 1851 lágu leiðir Rósu að Hraukbæ í Kræklingahlíð. Þar var
fyrir ókvæntur yngismaður, jafnaldri hennar, Þórarinn Stefánsson,
bónda og meðhjálpara í Hraukbæ, Jónssonar. Fann Rósa í honum
mannsefni sitt, og má þó vera, að þau hafi bundizt kynnum fyrr, því
Rósa var næst áður vinnukona á Stóra-Eyrarlandi, og gat jafn álitlegur
kvenkostur vart dulizt Þórarni svo skammt undan. Að minnsta kosti
tvístigu þau ekki lengi, heldur stofnuðu til hjúskapar þegar síðla hausts
1851, og fæddi Rósa son sinn fyrrnefndan í maímánuði árið eftir.
Bjuggu þau hjón síðan þar í Lögmannshlíðarsókn, unz Þórarinn lézt
1 Ranglega í kirkjubók 1858.
126