Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 130
SKAGFIRÐINGABÓK
ÁriS 1870 fluttust Einar og Rósa í vinnumennsku að Vatnshlíð,
höfðu áður verið í Álftagerði um tíma, hjá Halldóri bónda Einarssyni.
í Vatnshlíð bjuggu þá, frá því árinu áður, Stefán Einarsson og Lilja
kona hans Jónsdóttir, með átta börnum sínum. Þau höfðu fyrr búið á
ýmsum bæjum í Skagafirði. Einar lét staðar numið í Vatnshlíð, þar til
hann batt enda á vinnumennskuferil sinn árið 1874 og komst í bænda-
tölu.
Með búferlaflutningi Einars Sigurðssonar í Skagafjörð urðu þátta-
skil á æviferli hans. Enginn veit, hversu langa dvöl hann hugðist hafa
á þessum nýja leikvangi lífsins, mjög ótrúlegt er að minnsta kosti, að
í hug hans hafi runnið, þá er hann sótti kirkju að Víðimýri hið fyrsta
sinn, að þar ætti kista hans eftir að standa fyrir kórdyrum, að úti fyrir
í garðinum ætti grasið eftir að gróa á moldum hans, enda slíkar hug-
renningar ástæðulitlar, hann var enn á bezta manndómsskeiði, hálf-
þrítugur að aldri. Og þarna stendur hann á skagfirzkri grund: rífur
meðalmaður á hæð, grannvaxinn, hægur í bragði; andlitsfríður og
svipurinn greindarlegur og hlýr. Hann er slétthærður og jarpur á hár
og skegg; langleitur nokkuð og ennið í hærra lagi, augun fremur smá
og bregður þar fyrir kímniglampa. Hann er þokkalegur í klæðaburði,
en laus við sundurgerð.
IV.
VORIÐ 1874 losnuðu til ábúðar Kárastaðir í Hegranesi, ein
af 43 Reynistaðarklausturjörðum (tvær þeirra lágu í Húnavatnssýslu).
Með umboð þeirra fór þá Ólafur Sigurðsson í Ási, og segir hann m. a.
í tilkynningu til amtsins 11. apríl 1874: „Jörð þessi er metin 12.8
hundruð, hún fóðrar tvær kýr á töðu, en útheysslægjur þar svo sem
engar, nema engjapartur, sem árlega er tillagður frá Hróarsdal fyrir
beit, er gefur af sér hér um bil 30 hesta. Annan engjapart hefur jörð
þessi um langa tíð fengið frá Reynistað, sem hefur gefið af sér yfir
100 hesta mót 20 álna eftirgjaldi. En með bréfi af 31. janúar næst-
liðinn hefur ábúandinn á Reynistað tilkynnt mér, að engjaparturinn sé
ófáanlegur eftirleiðis, því hann ætli að nota hann sjálfur. Þannig er
128