Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 131
EINAR Á REYKJARHÓLI
nú jörð þessi orðin mjög óbyggileg, svo enginn hefur orðið til að
sækja um hana í vetur fyrr en nú, að Einar bóndi [svo] Sigurðsson
hefur beðið um hana og hefur boðið að gjalda eftir hana 50 álnir í
landskuld og 40 álnir í kúgildaleigur og borga þetta allt með pening-
um eftir meðalverði þeirrar verðlagsskrár, er ræður á réttum gjalddaga.
Þar að auk hefur hann boðið að slétta árlega 25 ferfaðma í túni jarðar-
innar.
Jafnvel þó landskuld þessi sé 10 álnum minni en verið hefur, verð
ég að álíta hana nógu háa, ef amtið sér ekki ráð til, að engjaparturinn
fáist framvegis, sem hefur alla tíð verið beztu hlunnindi fyrir Kárastaði,
einkum af því hann hefur verið svo lágt leigður. Ég vil þess vegna
mæla kröftuglega með, að hinu háa amti mætti þóknast að leyfa mér
að byggja Einari bónda jörðina ævilangt með þessum skilyrðum
Amtið samþykkti þessa málaleitun, og var byggingarbréf Einars fyrir
Kárastöðum gefið út í Ási 6. maí 1874. Nokkrar bréfagerðir urðu
milli hlutaðeigenda vegna engjapartsins frá Reynistað, en þær færðu
ekki Einari bónda neinn ávinning.
Sjá má af greinargerð Ólafs í Ási, að búseta á Kárastöðum taldist
ófýsileg. Einar hefur samt álitið rétt að freista hennar, enda mál að
koma undir sig fótunum. Og fluttist hann nú í fardögum vorið 1874
út í Hegranes. Hann hafði ráðið til sín í vinnumennsku Pémr Stefáns-
son, elzta son Vatnshlíðarhjóna, mann hátt á þrítugsaldri, og jafnframt
fluttist Júníus, sonur Rósu, í Kárastaði um sama leyti, frá Garðshorni
á Þelamörk.
Þarna vestanvert í Hegranesinu, við fagra útsýn, en daufar bjargar-
horfur, bjó Einar í þrjú ár. Þá var á Kárastöðum slarkbærilega hýst,
átta álna löng baðstofa, sumpart þiljuð, sem sneri stafni mót vesmr-
átt, og var í þeim endanum alþiljað hús.
Kárastaðir voru lögferjujörð og ábúanda gert að annast ferjumanns-
starfið. Einar mun hafa sinnt þeirri skyldu möglunarlaust, þótt ferju-
byttan væri þá bráðónýt orðin, ferjutollurinn lítilræði og sjálfur
ferjustaðurinn slæmur sökum breytinga Héraðsvatna. Vorm Finnboga-
son, er settist næsmr á Kárastaði, undi þessu illa og bar fram kvartanir.
Leiddi af þeim nokkurt stapp og bréfaþóf milli Ólafs í Ási og sýslu-
manns, en lítt kemur það við Einari bónda.
9
129