Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 133
EINAR Á REYKJARHÓLI
Til Seyluþingsókiiar töldust 16 þjóðjarðir árið 1877 (henni var
seinna skipt í Staðarþingsókn, 12 jarðir, og Seyluþingsókn, 4 jarðir).
Mestur var dýrleiki Geirmundarstaða (33.2 hundruð), Stóru-Grafar
(31.3), Skarðsár (28.5) og Fjalls (25.6). Reykjarhóll var fimmta jörðin
í röðinni ofan frá (22.8), en þá Hafsteinsstaðir (21.3). Ári síðar,
1878, samdi umboðsmaður, að lokinni yfirreið í könnunarskyni,
skýrslu um ásigkomulag allra umboðsjarðanna, lýsir þá Reykjarhóli
þannig - og sést þar, að hverju Einar hverfur í búskaparefnum: „Túnið
er 12 dagsláttur, hér um bil að Vi slétt. Það hefur verið laklega hirt
og fóðrar naumlega 3 kýr. Engjar eru blautlendar flæðiengjar og
skammt frá, er gefa af sér rúmlega 200 hesta af kjarngóðu heyi. Beiti-
landið er heldur lítið í samanburði við aðrar landsnytjar og þar að
auk létt flóa og holtaland, en sérlega jarðsælt til vetrarbeitar. Á jörð-
inni hefur verið hafður þessi fénaður: 3 kýr, 30 ær, 20 lömb og 6 hross.
En með betri umhirðingu og meiri fólksafla mundi mega hafa þar
4 kýr, 40 ær, 40 sauði, 30 lömb og 7 hross. Jörðin er byggð með 160
álna landskuld og 20 álnir í kúgildaleigur eftir meðalverði, en sú
landskuld virðist 10 álnum of mikil, en aftur álít ég, að eigi að bæta
hálfu kúgildi á jörðina, er sé létt af ípishóli, er virðist ofþyngt með
kúgildum. Yrði þá landskuldin 150 álnir og leigur 30 . . ."
í bréfi til amtsins ári fyrr, þá er Einar sótti um ábúð á Reykjarhóli,
segir umboðsmaður, að jörðin fóðri, eins og hún sé, tæplega 4 kýr á
töðu, en af útheyi fáist rúmir 300 hestar. Við endurnýjaða athugun
jaiðarinnar kemur annað upp, töðufengurinn minnkar um heilt kýr-
fóður, úthey um 100 hesta. Fer vart hjá því, að Einar hafi talið
Reykjarhól betri jörð, samkvæmt umsögn Ólafs í Ási vorið 1877, en
hún reyndist vera, þegar til kom ári síðar.
Umboðsmaður sendi hlutaðeigandi hreppsnefndum skýrslu sína um
klausturjarðirnar, svo þær mættu gera við hana réttmætar athuga-
semdir. Álitsgerð hreppsnefndar Seyluhrepps er dagsett að Fjalli 11.
júní 1878. Segir þar, að jörðin •Reykjarhóll virðist of hátt leigð með
þeim leigumála, sem skýrsla umboðsmanns tiltaki, og telur nefndin
hana hæfilega 100 álnir, miðað við landskuld af Ytra-Skörðugili, sem
álíta megi, að framfleyti líkum peningi. Ólafur svarar því til, að nú
sé landskuld af Reykjarhóli orðin 30 álnum lægri en verið hafi tveimur
131