Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 134
SKAGFIRÐINGABÓK
árum fyrr, er hún var 180 álnir, fyrst hafi hann lækkað hana um 20,
og nú um 10 álnir, og tók hann ekki undir sjónarmið hreppsnefndar-
innar.
Þótt Ólafur segist hafa lækkað landskuldina niður í 150 álnir, varð
svo ekki í reynd; samkvæmt afgjaldabókum umboðsins hélzt hún i
160 álnum alla búskapartíð Einars Sigurðssonar, og eins fyrir það,
þótt umboðsmaður segði í annarri skýrslu árið 1882, þar sem lýsing
jarðarinnar er svipuð og 1878, að landskuldin „virðist alltof ha' og
séu 120 álnir hæfilegt. Leigur hækkuðu síðar, því vorið 1883 tók Einar
við einu kúgildi, sem létt var af ípishóli, og galt fyrir það 20 álnir.
Amtið samþykkti tiifærsluna með því skilyrði, að ábúandinn á Reykjar-
hóli fengi „enga linun í landskuldarafgjaldi sínu í tilefni af þessu."
Fyrsta búskaparár sitt á Reykjarhóli greiddi Einar 100 krónur og
80 aura í leigur og landskuld, og hélzt meðalverðið nálægt því síðan,
þó að jafnaði ívið lægra þar til undir lokin, er gjöldin urðu hærri en í
fyrstu. Voru greiðslur Einars meðal hærri afgjalda af umboðsjörðunum
og innt af hendi í áföngum, eins og tíðkanlegt var, ýmist milliliðalaust
eða út úr verzlunarinneignum á Sauðárkróki.
Ólafur í Ási gegndi umboðsstörfunum til fardaga 1888 og skvldi
afhenda jarðirnar í umsjá eftirmanns síns, Ólafs Briems á Álfgeirs-
völlum, með sérstökum úttektargjörðum. Við þessar úttektir kom í ljós,
að 14 jarðir voru ekki „afhentar í gildu standi, sumpart vegna vantandi
jarðabóta og sumpart að því er snertir önnur lögskil hlutaðeigandi
ábúenda," segir Ólafur Briem. Reykjarhóll var ekki þeirra á meðal.
Aftur á móti hafði Einar tekið við gömlum og hrörlegum jarðarhúsum,
en endurbætti þau til muna á árunum 1888-89, efalítið fyrir tilmæli
hins nýja umboðsmanns, og eru þau eftir það í skýrslum hans sögð
„stæðileg."
Bærinn á Reykjarhóli stendur vestan í samnefndum hól, niður undir
Víðimýrará, sem er vatnslítil og fellur í bugðum sunnan Flæðarnar
út og niður frá Víðimýri. Verður að henni grunnt gil, þar sem hún
rennur neðan túnfótar á Reykjarhóli. Bæjarstæðið er snoturt og skjól-
legt og útsýn þaðan mest í suðurátt. Standa bæjarhúsin hátt í túninu,
sem er allmishæðótt, elzti hlutinn. Handan ár dregur nokkuð í bratta,
og taka þar við melkollar, holt og mýrasund, liggur heimalandið
132