Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 137
EINAR Á REYKJARHÓLI
hrepps í Kaupfélagi- Skagfirðinga. Hann átti hlut að stofnun lestrar-
félags í hreppnum og hafði með höndum bókavörzlu þess um tíma
heima á Reykjarhóli.
Almælt var, að Rósa hefði snemma lagt þokka mikinn á Pétur og
hallað sér að honum eigi minna en bónda sínum. Við það kviknaði
samt engin tvídrægni eða úlfúð á heimilinu. Pétur lét meira með hús-
freyju, og fór svo, þegar tímar liðu fram, að Einar skarst úr leik og
neytti Iítt húsbóndavaldsins innanbæjar. Utífrá var ekki til þessa
tekið, og lá jafnan gott orð á Reykjarhólsheimilinu. Einar fékkst og
ekki mjög um þetta, varðveitti beiskjulausa glaðværð sína ófölskvaða,
í annarra augum að minnsta kosti. Tilfinningasljór var hann þó ekki,
undir glettni hans og orðheppni fólst viðkvæm og stillt lund, og má
því vel vera, að heimilishættirnir hafi ráðið því, hversu oft hann greip
til flöskunnar. Með hennar hjálp hristi hann þá af sér um stundarsakir,
reif sig jafnvel upp í að gantast með stöðu Péturs á heimilinu við
málkunningja. Að hinu leytinu átti hann til að vera ofboðlítið önugur
stund og stund heima fyrir, stuttur í svari, og hraut þá oftast nær út úr
honum sama orðatiltækið: „óekkí."
Einhverju sinni kom gestur að Reykjarhóli og var rétt búinn að gera
skyssu. Hann hafði tekið Pétur tali, og þegar þeir kvöddust á hlaðinu,
sagði gesturinn að síðustu: „Svo bið ég að heilsa konunni þinni . . . ,"
en sér þá um leið, hvar Einar kemur út úr bænum, snýr sér þess vegna
að honum í skyndi, með setninguna á vörunum, og bætir við „ . . •
Einar."
Vart getur heitið, að Einar nefni hinar sérstæðu heimilisaðstæður í
vísum, sem geymzt hafa. Þó var það einu sinni árla morguns á sauð-
burði, er hann var að snúast suður á mýrunum, að granni hans einn
hittir hann að máli og lætur þau orð falla, að sér þyki hann árrisull.
Svaraði þá Einar bráðlega:
Út um Flæðar eða tún
eg frá læðist kofa,
svo að bæði hann og hún
hafi næði að sofa.
135