Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 138
SKAGFIRÐINGABÓK
VI.
Á reykJARHÓli voru þokkalegustu húsakynni, eftir að
hresst hafði verið upp á bæinn, og snoturt að líta heim á hlaðið, þrír
þilstafnar í vestur: bæjardyraþil syðst, síðan skálaþil og skemmuþil. í
skálann var gestum boðið á sumrin til gleðistundar. Þar stóð borð
undir glugganum og kistum raðað með fram veggjum. Austast lá bað-
stofan og sneri stöfnum í norður og suður. í frambaðstofunni voru
tvö rúm og einn gluggi á súðinni, en innar fjögur rúm, tvö sitt hvoru
megin, og súðargluggarnir tveir. Hjónahús var ekkert. Umgengni
mátti kallast fremur þrifaleg, því Rósa var dugnaðarkona, verklagin
og stjórnsöm. Hún valdist iðulega til þess að sjá um matargerð í
veizlum innansveitar, og ber það myndarskap hennar vitni. Hún tamdi
sér jafnvel fyrirkonubrag, og segir gamail Seylhreppingur, að kembt
hafi aftur af henni við kirkju á messudögum.
Reykjarhólsheimilið var vel bjargálna, og starfi Pémrs sem deildar-
stjóra í kaupfélaginu fylgdi hagræði, því oft keypti hann til búsins
ýmsa vöruafganga, þegar pönmninni hafði verið skipt milli félags-
manna, og mun þá hafa sætt góðum kjörum.
Flest hélzt í gömlu fari á Reykjarhóli í tíð Einars, enda mun svo
yfirleitt hafa verið á jörðum, sem bændur áttu ekki sjálfir, en einnig
ber á það að líta, að almennt framfaraskeið í búnaði hófst ekki fyrr en
fram kom á 20. öld. Þó batnaði Reykjarhóll heldur, því ekki svikust
þeir Pétur undan skyldugri þúfnaslétmn. Á búskaparárum Einars
sléttuðu þeir í Reykjarhólstúni 1116 ferfaðma, og var túnið þá orðið
að helmingi slétt (þ. e. óþýft) og greiðfært, að vísu jafnstórt og verið
hafði, en fóðraði fjórar kýr, og engjarnar gáfu nú af sér 300 hesta af
kjarngóðu heyi (hundrað hesmm meira en 1877), voru þó mýrarnar
suðurundan eingöngu nytjaðar til beitar. Hafði umboðsmaður einatt
gert sér að góðu, hversu jörðin var setin, sagði tún þar ýmist vel eða
ágætlega hirt.
Einar rak jafnan lítið bú, en snyrtilegt. Vinnuforkur var hann ekki,
skorti bæði metnað, harðfylgi og gróðahyggju til að sækja fast róður-
inn. Hann hafði löngum þrjár kýr í fjósi, átti mtmgu og tvær ær með
lömbum fyrsta ár sitt á Reykjarhóli, en mtmgu undir lokin, að auki
136