Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 139
EINAR Á REYKJARHÓLI
fáeinar geldær og gemlinga. Var sauðfjáreign hans lík þessu allan
tímann á Reykjarhóli. Hestmargur taldist hann ekki heldur, átti til
jafnaðar þrjú eða fjögur hross eldri en fjögurra vetra, trippi oftast
tvö, þrjú eða þar um bil. Pétur var fjárfleiri að mun og einnig hrossa-
bóndi meiri heldur en Einar.
Síðustu áramgi 19. aldar, og raunar allt fram til 1920, var með
köflum mjög harðviðrasamt. Reyndu ábúendur þjóðjarða að fá eftir-
gjöf á jarðarafgjöldum, þegar verst áraði og fellir hafði orðið, en
kuldalega var á beiðnum þeirra tekið af æðsm embættismönnum
konungs á Akureyri og í Reykjavík; sumarið 1883, eftir hallærið mikla,
varð þeim til að mynda ekki þokað lengra en að veita efnaminnstu
landsetunum nokkurn frest á greiðslu þriðjungs landskuldanna, sem
fallið höfðu í gjalddaga í fardögum næsm á undan, hafði þó Ólafur í
Ási tjáð amtmanni bréfleiðis, að ýmsir jarðeigendur í sýslunni hefðu
veitt leiguliðum sínum þriðjungs tilslökun á landskuldum og því
hefðu ýmsir landsetar klausmrjarða farið þess á leit, að hann útvegaði
þeim sömu tilslökun hjá landstjórninni; segist Ólafur vita, að flestir
þeirra hafi haft þriðjungs minni not af ábýlisjörð sinni en í meðalári.
Og í engu voru undirtektirnar mýkri eftir fellisvorið 1887, þegar
fjöldi landseta á þjóðjörðum í Skagafjarðarsýslu sendi yfirvöldunum
bænarskrá um linun jarðarafgjalda.
Þessi eymdarár virðast ekki hafa leikið Reykjarhólsbúið verr en gekk
og gerðist, allt um það hljóta þau að hafa reynzt Einari, fátækum
bónda, ill viðurskiptis.
Einhvern tíma seint á árum kvað Einar bóndi vísnaflokk, gamansöm
minningarljóð um sjálfan sig, lögð öðrum á mngu. Þar gerði hann
smtta úttekt á ævibardúsinu. Nú eru sumar vísnanna týndar, eftir
glefsur einar úr kvæðinu, ósamstæðar. Þær hrökkva þó til að sýna, að
hann hefur sloppið frá basli og búmannsraunum sútarlaus. Upphafs-
vísan hljóðar svo:
Veraldar úr fornri flík
færðist, þegar hætti róli;
nú er Einar liðið lík,
sem lengi bjó á Reykjarhóli.
137