Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 140
SKAGFIRÐINGABÓK
Nokkru aftar kom þessi vísa:
Sannleik þann ég segi enn,
sem er gróða fjarri vegi:
Hann var eins og heldri menn
hálffullur á hverjum degi.
Og enn kvað Einar í brag þessum:
Þar að skulu þegnar gá,
það má svo sem nærri geta,
að aldrei var hans auðlegð há,
en alltaf hafði’ hann nóg að éta.
í fyrriparti niðurlagsvísunnar var nefnt, að engin hefði Einar átt börn-
jn - en:
ættfræðingar ætla samt,
að hann hafi fram hjá tekið.
Aðspurður, hvert framhjátökubarnið væri, sagði Einar fátt, lét þó
helzt á sér skiljast, líklega af því menn vissu til dvalar hans í Hörgár-
dal fyrrum, að það væri Hannes Hafstein!
VIL
Þann 3. júní 1906, á hvítasunnu, andaðist Rósa Gunnlaugs-
dóttir, á sjötugasta og sjöunda aldursári, hafði lagzt banaleguna
milli jóla og nýárs. Hún var jarðsett í Víðimýrargarði.
Ellin hafði að vonum sett mark sitt á Rósu hægt og hægt, nokkur
síðustu árin stakk hún við og mátti hlífa sér við inniverk. Eins tók nú
mjög að síga undan brekkunni fyrir Einari. Hann hafði þrjú ár um
sextugt, þegar hér kom, orðinn lotinn nokkuð í herðum, vangaskeggið
gránað, kollhárunum tekið að fækka og fölvi siginn á andlitið. Enn
bjó samt hýra í augnaráðinu - og kæti, þegar allt lék í lyndi. Stæltari
var Pétur, því hann vatt sér í hjónaband þegar árið 1907, sextugur
138